Við þurfum hvorki á EES né ESB að halda. Við þurfum heldur ekki á Nató að halda. Þvert á móti ógnar það sjálfstæði okkar sem þjóðar að beygja okkur undir reglugerðafarganið í kringum stór viðskipta- og hernaðarbandalög.
Við þurfum ekki lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða neinum öðrum og við þurfum ekki að láta kúga okkur til að borga skuldir sem koma okkur ekki við.
Það sem við þurfum að gera núna er að hundsa ríkisstjórnina, forðast ESB eins og heitan eldinn og berjast af öllu afli gegn því að við missum sjálfstæði okkar. Það er allt í lagi þótt við verðum ekki lengur hluti ad evrópska efnahagssvæðinu, við getum vel spjarað okkur sjálf og komumst sennilega betur af ef við bara hættum að taka þátt í þessari endalausu skuldasöfnunarhringavitleysu.
Við þurfum ekki að borga skuldir auðmanna í formi okurvaxta og skattpíningar. Hættum að borga skuldir okkar við ríki og fjármálastofnanir.Það er ekki hægt að bara alla Íslendinga út úr íbúðum sínum.
Við þurfum ekki blessun ríkisvaldsins til að stunda atvinnurekstur. 80% fyrirtækja eru tæknilega séð gjaldþrota og stefnan er sú að færri og færri menn reka stærri og stærri fyrirtæki. Við getum snúið þessu við með því að hætta að borga. Ef öll smáfyrirtæki í landinu hætta að skila virðisaukaskatti er ekki hægt að gera þau öll gjaldþrota.
Við þurfum ekki að greiða fjórfalt verð fyrir íbúðirnar okkar. Hér er til nóg húsnæði fyrir alla. Sá sem ekki á heimili má taka sér hús sem enginn annar er að nota, svo fremi sem hann beitir ekki vélknúnum tækjum, ógnunum eða ofbeldi. Hér er einnig til nóg landrými. Sá sem ekki finnur autt hús má byggja sér hús á landi sem enginn er að nota, eins stóru landi og hann getur numið án þess að beita vélknúnum tækjum, ógnunum eða ofbeldi.
Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að sveta þótt önnur ríki loki á viðskipti við okkur. Hér er til nóg ræktarland og fiskur til að fæða alla. Við megum rækta grænmeti á hverjum þeim reit sem enginn annar er að nota. Við megum kaupa og selja kjöt af heimaslátruðu og við megum veiða eins mikinn fisk og fjölskylda okkar kemst yfir að borða.
Við þurfum ekki að hlýða valdhöfum sem misnota vald sitt. Við getum sett okkar eigin lög. Við þurfum hinsvegar að temja okkur samhjálp og hófsemi. Öfgakapítalismi virkar ekki. Það hefur sannast á Íslandi í dag.
Ánægður með samninginn við ESB | |
——————————————————–
Góð!!
alva (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 11:32
——————————————————–
Það er ekkert að láta eins og við séum ein í heiminum þótt við grípum til aðgerða til að koma í veg fyrir viðskiptalegt hernám. Við missum sjálfstæði okkar ef við göngum í ESB, sérstaklega ef það gerist um leið og við stöndum frammi fyrir allsherjar gjaldþroti.
Eva Hauksdóttir, 18.11.2008 kl. 11:39
——————————————————–
Alls ekki Björn.
Þetta yrði til þess að heimurinn setti okkur í sviðsljósið og við yrðum fyrirmynd.
Sjálfbærni er sú þekking sem glatast hefur en er samt nauðsynlegt að glata ekki einmitt vegna þess að við megum alltaf eiga von á tímum eins og þessum.
Stóru einingarnar falla alltaf fyrir rest.Fólk vill ekki of stórt.Það laðast að því en til lengdar getur enginn búið við of stórar einingar.
Góður pistill Eva. hef einmitt sett fram þessar sömu skoðanir.Hústökur ef okkur er hent út en ef ég og þú værum við stjórn þá myndum við frekar fara í að núllstilla allt batteríið.Allir á núlli enginn borgar hvorki heima eða að heiman.
Byrja að gefa uppá nýtt.Allir fá jafnt enga vinavæðingar myndu líðast.Veiðar yrðu sameign svona eins og grindin í Færeyjum var allavega.
Þegar við höfum svo tekið plásturinn af eftir nokkur ár þá ræðum við framhaldið og allir fá að taka þátt í umræðunum.
Hvernig hugnast þér það Björn?
Margrét (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 11:49
——————————————————–
Almátugur eru til svona íslendingar sem ætlað loka landinu okkar unga fólk fær ekki að fara í erlenda háskóla eða annað sem gerir okkur að sjálfstæðri þjóð.
Þið skiljið ekki að örnurlönd líkja okkur við þjóf að nóttu sem kemur og stelur sparifénu og lætur sig hverfa er ein af auðugustu þjóðum heims. Ja hérna .
Gera okkur að “ að Gísla á Uppsölum,,
Jón Vilhjálmsson, 18.11.2008 kl. 16:02
——————————————————–
Hvaðan hefurðu þá hugmynd að við þurfum að tilheyra evrópska efnahagssvæðinu til að fá að fara í erlenda háskóla?
Eva Hauksdóttir, 18.11.2008 kl. 16:41