Ummyndun

Þú varst mér allt, þú varst mér lífið
sólarskin í daggardropa
logn í regni, rökkurblíðan
haustið rautt á greinum trjánna
tungl í myrkri, mönnum ofar
falskur eins og fjallabláminn