Úff!

-Hrútur fær gervilimi, svo hann geti „lifað eðlilegu lífi“. T.d. að ferðast með fjölskyldubílnum og liggja í stofusófanum.

-Þrálátur hiksti læknar ungan mann af félagsfælni. Hvernig í ósköpunum, það kemur ekki fram.

-„Listamaður“ hylur hús með osti. Líklega hefur engum dottið í hug að meindýr drægi fljótt að.

80-90% sjónvarpsþátta sem boðið er upp á hjá rúv og skjá einum eru í besta falli heimild um forheimskun og andlega geldingu múgans. Það er nóg að sjá einn úr hverri þáttaröð til að vera sérfræðingur í íslenskri alþýðumenningu.

Þegar ég á annað borð hef tíma til að horfa á sjónvarp, vel ég einn heimildaþátt (rúv hefur staðið sig á miðvikudagskvöldum) og einn afþreyingarþátt. Boston Leagal núna, House á meðan þeir þættir voru sýndir. Ég hef séð einn af aðþrengdum eiginkonum og líst vel á þá líka. Restin er rusl.

Sex & the city virðist vera voða vinsælt sjónvarpsefni. Ég hef gaman af létt poppaðri kynjafræði (svo framarlega sem hún er sett fram sem popp en ekki tekin of alvarlega). Ég gæti sennilega hugsað mér að fylgjast með þeim ef ég væri ekki haldin þvílíku ógeði á aðalpersónunni að ég verð líkamlega reið þegar hún birtist á skjánum.

Ekki svo að skilja að ég eigi neitt bágt. Ég hef nóg annað að gera en að horfa á sjónvarp. En mér finnst dálítið sorglegt að annað eins kraðak af innihaldslausum hvunndagshúmor og sýndarveruleikaraunsæi skuli ganga svona vel í landann.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.