Bikar, sproti, skjöldur, sverð
svo fullkomin eru verkfæri töframannsins
en þegar Snjáldurskinna er eina bókin á borðinu
koma kristall, tré og málmar að takmörkuðu gagni.
Þó hefur hann rist sér bjargrún á hæl
með beittasta hnífnum,
grætt sárið með ilmandi safa
úr laufguðum brumkvisti
og haldið glóandi knetti á lofti
tólf tungl í röð.
Og Vegfarandinn horfir á grænklæddan dreng
ganga léttum skrefum frá húsi töframannsins.
Eitthvað hefur hann lært af vistinni
og þótt hann breyti ekki blávatni í guðaveigar
getur hann vafalaust unnið dálítið gull úr saurum.
Slíkt er hlutskipti skálda.