Það mikilvægasta

Hversvegna ég læt eins og ekkert í veröldinni geti skipt meira máli en framhaldsnám? Það skal ég segja þér yndið mitt.

Auðvitað er ýmislegt fleira sem skiptir máli í lífinu. Reyndar held ég að á listanum yfir lyklana að lífshamingjunni sé menntun alls ekki efst. Ástrík fjölskylda, góð heilsa og helvítis hellingur af peningum koma á undan. Samt sem áður er ekkert af þessu mikilvægara en að verða sér úti um góða menntun. Það er vegna þess að menntun (og þá á ég ekki bara við skólalærdóm heldur alla þá þekkingu, reynslu og viðhorfamótun sem augða líf þitt) er nefnilega það einasta eina í veröldinni sem enginn getur nokkurn tíma tekið frá þér.

Og hundskastu svo til að skrá þig í háskólanám, eigi síðar en í hvelli.