Peningaskortur ekki vandamálið

Í marsmánuði og safnaðist hópur fólks saman við kínverska sendiráðið til að mótmæla þjóðarmorðinu sem nú á sér stað í Tíbet. Marga laugardaga í röð hittist fólk þarna í hádeginu, stundum um 40 manns en oftar nær 20, stundum aðeins 4-5 hræður.  Þetta voru fullkomlega friðsöm mótmæli, eitt eða tvö kröfuspjöld og einn tíbeskur fáni, stutt ræðuhöld og í þau skipti sem ég mætti voru alltaf einhverjir sem tóku börnin sín með sér og ekkert sem benti til þess að nokkur hefði mætt þangað með það að markmiði að stofna til óeirða.Á þessum tíma var ekki að sjá að mannekla og fjárskortur stæði í vegi fyrir löggæslu í landinu. Á meðan á þessum stuttu og friðsamlegu fundum stóð, var Víðimelurinn varðaður lögreglubílum á hverju horni og iðulega gerðist það að verðir laganna væru fleiri en mótmælendur.

Vandamál lögreglunnar í dag er ekki fjárskortur. Vandamál lögreglunnar er sá sem ber ábyrgð á henni. Hann heitir Björn Bjarnason og hefur meiri áhuga á að tryggja vald ríkisins, stórfyrirtækja og auðmanna en að vernda íbúa landsins.

mbl.is 14 lögreglumenn á vakt