Orðið Hildarleikur á einkar vel við þá umræðu sem fer fram á netinu einmitt núna. Kona sem hefur staðið í langvinnu stríði við hvern þann karl sem kemur illa fram við konur eða tiltekna konu, er komin í sjálfheldu. Kona sem hefur krafist fortakslausrar iðrunar af hálfu þeirra sem hafa brotið eitthvað af sér og dæmt allar sjálfsréttlætingar harkalega, gefur skýringar sem sumir efast um að hún tæki gildar sjálf. Þetta er áhugavert. Átakanlegt líka. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: umræðan
Fiðrildapíkan
Ég var 13 ára og stóð nakin í sturtuklefa þegar bekkjarsystir mín taldi viðeigandi að vekja athygli hinna stelpnanna á útliti kynfæra minna. Ekki svo að skilja að það kæmi mér á óvart. Ég hafði lengi haft af því töluverðar áhyggjur að dýrðin á mér væri að taka á sig mynd einhvers konar skordýrs.
Vísbendingaspurning
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10151898828877963
Ekkert nema hæfileikar og vinna
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10151876452077963
Pot
Núna stingur fb upp á því að ég poti í launbróður minn. Er Sykurbergur bara svona ósmekklegur eða veit hann kannski ekki alveg allt um ástalíf foreldra minna?
Pot er víst hugsað sem aðferð til að vekja athygli á sér. Milli ókunnugra með lokaðan vegg getur það t.d. verið samkomulag um að fá að sjá prófíl í takmarkaðan tíma áður en maður ákveður að senda vinarboð, þú hleypir fólki þannig inn á vegginn með því að pota til baka. En Facebook virðist helst stinga upp á því að maður póki þá sem maður hefur átt samskipti við eða skoðað prófíl hjá nokkrum dögum áður og mér þætti mjög undarlegt að vekja athygli nánustu vina og ættingja á þann hátt.
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10151874427122963
Merkingarlaust orð
Hér sést greinilega að orðið mansal er ekki notað í merkingunni þrælasala heldur er notað um samning þar sem „fórnarlambið“ greiðir „dólgnum“ fyrir að koma sér milli landa. Halda áfram að lesa
Þeir sem hata sjúklinga
Við skulum hafa það á hreinu að þeir sem eru fylgjandi þróunaraðstoð hata sjúklinga enda er útilokað að taka peninga til þróunaraðstoðar frá neinum öðrum en heilbrigðiskerfinu. Það er t.d. ekki hægt að sækja þá til útgerðarinnar.