Ég veit ekki hver setti fram þá kenningu að klám hvetti til kynferðislegs ofbeldis en píkutal antiklámhunda drægi hins vegar úr því. Ég veit heldur ekki með hvaða rökum.
Ef nauðgarar ákveða að finna sér geðslegra áhugamál eftir að sjá alþingiskonur gera sér upp fullnægingu á sviði er það vel. Ef það heldur aftur af dónaköllum að heyra lítil börn lýsa því yfir í sjónvarpi að þeir megi ekki dónast í þeim þá er sjálfsagt að nota þá aðferð. Halda áfram að lesa →
Í nýlegri færslu skrifaði ég um kynslóð foreldra minna og kallaði hana “verðbólgukynslóðina”. Í sömu færslu talaði ég um að ég tilheyrði “firrtu kynslóðinni”, “kaldastríðskynslóðinni” og “diskókynslóðinni”. Halda áfram að lesa →
Þessi færsla spratt að umræðum um pistil minn um verðbólgukynslóðina sem ég endurbirti á Eyjunni í nóvember 2012 sem svar við fullyrðingum Sighvatar Björgvinssonar um sjálfhverfu kynslóðina.
Þegar ég birti pistilinn um verðbólgukynslóðina fyrst í apríl 2005, gerði einn lesenda athugasemdir við hugtakanotkun mína. Í eftirfarandi pistli svara ég honum.
——–
Kaldastríðskynslóðin
Torfi Stefánsson spyr um hugtakanotkun mína í fyrri pistli. Hann efast um að sé rétt að tala um mína kynslóð sem „kaldastríðskynslóðina“. Rökin eru þau að mín kynslóð sé firrt, hafi alist upp á diskótónlist og lítinn áhuga sýnt á pólitík. Einnig að hans eigin kynslóð hafi líka búið við kalt stríð og geti því alveg eins kallast kaldastríðskynslóð.
Jú Torfi, ég er af kaldastríðskynslóðinni. Kalda stríðið stóð frá stríðslokum og samkvæmt mínum sögubókum lauk því með falli Berlínarmúrsins 1989. Kalda stríðið náði frostmarki með vígbúnaðarkapphlaupinu. Gereyðingarógnin sem mín kynslóð ólst upp við var ekkert óraunverulegri þótt við skildum ekki pólitík.
Munurinn á pólitískri vitund blómabarnanna og diskókynslóðarinnar var helst sá að við höfðum engan málstað að verja. Það var ekkert stríð til að mótmæla, ekkert til að æsa sig yfir. Við vorum bara lömuð. Ungu fólki er eðlilegt að keyra áfram á ástríðum og margir æstu upp í sér kvíða og ótta, kannski af því að þeir höfðu ekki næga ástæðu til að vera reiðir. Við hlustuðum á klukkuna tifa og litum upp í himininn til að skimast um eftir svepplaga skýi. Slógum svo öllu upp í kæruleysi þar sem við gátum hvort sem var ekkert gert og notuðum tímann til að skemmta okkur. Diskóið var ekki pólitískt nei en kannski var það bara það sem við þurftum.
Þín kynslóð Torfi, er ekki kaldastríðskynslóð í sama skilningi, því þótt kalt stríð hafi verið í gangi var eitthvað að gerast, ekki bara ógnvænleg bið.
Það var þetta aðgerðaleysi, þessi bið sem einkenndi mín unglingsár. Og þessvegna erum við svona firrt.
Kaldastríðskynslóðin hafði hvorki pólitíska vitund né tónlistarsmekk á táningsárunum. Við sáum enga ástæðu til að fara í mótmælagöngur því það var engin heimsstyrjöld í gangi baragjöreyðing yfirvofandi. Lítið við því að gera svo við fórum bara á diskótek. Kunnum ekki einu sinni að nota fíkniefni að ráði. Í dag erum við kortakynslóðin og ennþá jafn veruleikafirrt. Lifum á pizzum. Ölum börn okkar upp við efnishyggju sem gengur geðbilun næst og skuldum meira en við eigum nokkurn tíma eftir að afla. Ljótu lúðarnir. Halda áfram að lesa →
Einhverntíma í síðustu viku heyrði ég (í fréttum RÚV) sagt frá könnun sem sýndi að mjög hátt hlutfall bandarískra telpna á grunnskólaaldri (mig minnir allt að 40% 10 ára stúlkna) töldu sig vera of feitar. Þetta hljómar skelfilega. Erum við virkilega búin að innræta börnum staðlaðar ímyndir um það hvernig fólk eigi að líta út, svo freklega að þau þjáist af óþarfa útlitskomplexum strax í grunnskóla? Á fréttinni var allavega ekkert annað að skilja. Halda áfram að lesa →
Ég hef dálítið gaman af bókum sem snúast um sjálfsstyrkingu og samskiptatækni. Þessar bækur eru oft kallaðar „sjálfshjálparbækur“ rétt eins og þær séu fyrst og fremst ætlaðar fólki sem á voðalega bágt og þarfnast hjálpar. Sjálf kýs ég að tala um sjálfsræktarbækur því margar þeirra búa yfir ráðum sem koma að ágætum notum þótt allt leiki í lyndi og gera lífið bara ennþá ánægjulegra. Halda áfram að lesa →
Það hefur afskaplega marga og góða kosti að vera sjálfstætt starfandi en gallinn er sá að tekjur geta verið mjög sveiflukenndar. Um mánaðamótin febrúar-mars var ég hreinlega orðin úrkula vonar um að fá nægilega mörg verkefni til að ná endum saman svo ég ákvað að bíta í það súra epli að dæmið gengi ekki upp og fór á stúfana til að sækja um vinnu á almennum markaði. Halda áfram að lesa →