Þetta er bara ekki rétta aðferðin

Í hvert sinn sem Saving Iceland hreyfingin beitir mótmælaaðgerðum sem ögrar ramma laganna, fer bloggheimur á límingunum og er það vel. Greinilegt er að efasemdir um borgaralega óhlýðni eru mjög sterkar og sú skoðun á fullan rétt á sér. Það er þó nákvæmlega sama hverju er mótmælt og á hvaða hátt, alltaf koma fram hópar sem vilja frekar að einhverju öðru sé mótmælt (þótt sama fólk nenni auðvitað ekki að standa í því að skipuleggja slík mótmæli sjálft) og eins eru alltaf einhverjir sem hafa skoðun á því hvaða aðferð eigi að nota. Halda áfram að lesa

Svar til vélstýrunnar

Í bloggpistli dagsins dregur Vélstýran upp hroðalega mynd af veröld án áls.

Ég er nokkuð oft búin að auglýsa eftir upplýsingum um það hvaða kolaknúnu álverum, einhversstaðar í veröldinni, hefur verið lokað af því að „umhverfisvæn“ álver voru opnuð á Íslandi eða annarsstaðar? Er eitthvað sem styður þá tilgátu að álver á Íslandi séu annað en viðbót? Halda áfram að lesa

Virðing

Virðing. -Ég hef velt fyrir mér merkingu orðins.Virða => Verð => Meta að verðleikum.
Virða => Það sem virðist. => Virða manneskjuna gaumgæfilega fyrir sér, reyna að horfa á meira en yfirborðið.Í ensku respect. Re-spect.

Re-spect => Að skoða aftur eða úr fjarlægð. Skylt því að taka tillit til.

Halda áfram að lesa

Atvinnumótmælendur

Ég hef nú svosem ekki komist yfir að lesa allt það sem bloggað hefur verið um aðgerðir trukkakalla að undanförnu. Það má því vel vera að margur bloggarinn hafi tekið upp frasann; þarf þetta ekkert að vinna? en ég hef allavega ekki séð það enn.