Tilfinningagreind, hver fjandinn er það? Flestum greindarþáttum má lýsa sem getu til að leysa verkefni en tilfinningagreind er dálítið flóknara fyrirbæri. Að einhverju leyti það að þekkja eigin styrk og veikleika. Vera fær um að bregðast við og vinna úr áföllum. Hæfileikinn til að taka sem mest tillit til annarra án þess að ofbjóða sjálfum sér. Hæfileikinn til meðlíðunar, geta til að leysa ágreiningsefni þannig að sem flestir séu sáttir. Hvort hægt að að mæla þessa eiginleika af nokkurri nákvæmni er svo aftur umdeilanlegt og það kom mér dálítið á óvart þegar ég fann EQ próf sem á að vera ‘vísindalegt’. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: umræðan
Facebook getur EKKI selt eða gefið myndirnar þínar
Myndin er stolin
Nei elskan. Facebook mun ekki öðlast útgáfurétt á fjölskyldumyndunum þínum ámorgun. Andlitið á þér verður ekki notað í auglýsingu fyrir bandarískt símafyrirtæki án samráðs við þig og facebook mun ekki selja einhverjum myndirnar af krökkunum þínum, sem mun svo selja þær áfram til einhvers sem selur þær barnaklámhring. Halda áfram að lesa
Mella eða maddama
Ætlast menn virkilega til þess að ósmekkleg pólitík geti af sér smekklegan húmor?
Vændi verður víst seint talið fínt. Skírlífi var fundið upp til þess að tryggja ríkum körlum og voldugum einkaaðgang að konum og sú hugmynd að kona sem á kynferðislegt samneyti við marga menn sé skítug og óheiðarleg virðist ódrepandi þrátt fyrir breytta afstöðu til eignarhalds karla á konum. Verstar eru þó þær druslur sem hafa tekjur af lauslæti sínu. Það þykir mun verra að græða á kynferðislegu aðdráttarafli en félagslegri stöðu sinni, fjölskyldutengslum, pólitískum tengslum o.s.frv. enda hafa karlar í gegnum tíðina notað þær aðferðir sér til framdráttar. Halda áfram að lesa
Er facebook að gera okkur sjálfhverfari?
Þegar afi var að alast upp var bóklestur unglinga eitt stærsta samfélagsmeinið. Ungdómurinn nennti ekki lengur að vinna, heldur lá yfir bókum og ekki blessuðu guðsorðinu neiónei, heldur allskyns siðspillandi ævintýrum og annarri þvælu. Einn og einn las jú líka einhver fræði svona meðfram bullinu en bókvitið varð ekki í askana látið og menn óttuðust að unga kynslóðin yxi úr grasi dyggðum sneydd og full af ranghugmyndum. Halda áfram að lesa
Sveltandi öryrkjar
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/130951150311874
Nýtt hóprunk
Jæja þá virðist vera dottið úr tísku að segja reynslusögur af kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu gvuðsmanna, allavega í bili. Nú eru ellilífeyrisþegar að ‘stíga fram’ og segja frá fátækt sinni. Ég á samt von á því að hryllingssögur af burthlaupnum unglingstelpum fái meiri lestur og reynist endingarbetri í samfélagsumræðunni. Dóp og kynlíf koma nefnilega við sögu. Slík þykir safaríkt, svo það má búast við fleiri foreldrar verði hvattir til að ‘stíga fram’.
Og þegar umræðan um ógeðskallana heldur áfram …
…bara svo það sé á hreinu, þá fer ég ekki fram á öfgalausa umræðu. Öfgar eru ekkert slæmar í sjálfu sér. Öfgar eru einfaldlega það sem víkur frá norminu. Öll réttlætisbarátta er álitin öfgafull þar til markmiðinu er náð. Á sínum tíma þótti það fremur öfgakennd hugmynd að konur hefðu eitthvað með kosningarétt að gera og það þurfti öllu róttækari aðgerðir en útifundi og ljóðalestur til að ná þeim merka áfanga.