Já en ÉG hef aldrei verið siðlaus

Fyrir hrun fengu umræður um spillingu á Íslandi lítinn hljómgrunn nema meðal róttækra vinstri manna. Spillingin var í Afríku. Eða allavega ekki hjá okkars.

Jú kannski svona ponkulítill heimóttarháttur, eins að hafa ekki hugsun á því að smáræði til einkaneyslu mætti ekki fljóta með á bensínnótu sem tilheyrði starfinu; engar alvöru upphæðir bara smá klink, sem bíttaði ekki baun. Varla spilling, bara fyndið að nokkur gerði sig sekan um svona aulagang. Eða hlunnindataka sem skaðaði engan, eins og að misnota aðstöðu sína til að birgja sig upp af ódýru áfengi. Jú og kannski smá klíkuskapur eins og að fá dómarastöðu af því að maður á ekki að gjalda þess að eiga merkilegan pabba. Kannski fullbíræfið að láta ráðuneyti borga afmælisveislu… Halda áfram að lesa

Af útlendingaandúð óheppna íþróttamannsins

_____________________________________________________________________

Viðtalið við fótboltamanninn sem opinberaði fordóma sína í garð Albana  hefur vakið verðskuldaða athygli. Skítkastið á umræðukerfi DV er þó óvenju hófstillt og það gleður mig að sjá hversu margir láta sér nægja að deila tenglinum á facebook eða birta beina tilvitnun án þess að hafa um það stóryrði. Enda svosem ekki margt um þetta að segja, ummælin dæma sig sjálf og það þjónar litlum tilgangi að ausa skít yfir mann sem er enginn áhrifamaður og var sennilega að bregðast við vægu kúltúrsjokki.

Ummælin, jafn ósmekkleg og þau eru, bera fyrst og fremst vitni um grunnhyggni þess sem áttar sig ekki á sínum eigin fordómum; fordómum sem vissulega eiga sér rót í veruleikanum svo fullrar sanngirni sé gætt. Fátækt og há glæpatíðni fylgjast alltaf að, glæpatíðni er há í Albaníu og ferðamenn sérstaklega varaðir við því. Að fullyrða að Albaníumenn séu þar með „mestmegnis glæpamenn“ bendir nú ekki beinlínis til þess að drengurinn hafi hugsað þetta til enda og ég get alveg virt honum það til vorkunnar.

Pilturinn baðst strax afsökunar og er það vel. Í besta falli getur þessi leiðinlega uppákoma orðið til þess að hann og hans félagar ræði vandamál þeirra samfélaga sem þeir heimsækja á ögn vitrænni nótum framvegis. Við sem höfum áhyggjur af kynþáttahyggju og útlendingafordómum vitum að hættulegu rasistarnir eru ekki þeir sem  eru bara ekkert búnir að pæla í þessu og missa hugsanir sínar út úr sér svona óvart. Þeir hættulegu eru nefnilega búnir að hugsa þetta til enda og gala þó öllu fegurri söng en óheppni íþróttastrákurinn. Það eru þeir virtu menn og mælsku sem hafa vit á að vefja viðbjóðslega afstöðu sína í neytendavænar umbúðir og smygla henni inn í stjórnmálin undir yfirskini menningarverndar, föðurlandsástar og ótta við erlend glæpasamtök. Sumir þeirra halda því beinlínis fram að þeir vilji bjóða innflytjendur velkomna, enda þótt þeir í hinu orðinu geri sér far um að sá tortryggni og andúð.

_____________________________________________________________________

Druslur og dindilhosur

ELVGREN_img_38

Ég hef líklega verið í 9. bekk. Við vorum í dönskutíma, skiptumst á um að lesa og þýða. „Kvinderne hylede af fryd“ las einn. „Konurnar emjuðu af frygð“ þýddi annar. Kennarinn skellti upp úr og útskýrði góðlátlega að reyndar þýddi fryd gleði en frygð væri nú samt góð ágiskun því sennilega væru bæði orðin af sömu rót. Halda áfram að lesa

Lágstemmdi lögmaðurinn

Ríkissaksóknari vísaði máli Egils Einarssonar frá og þar sem almenningur veit ekki rassgat um málið þjónar kannski litlum tilgangi að velta fyrir sér réttmæti þessarar frávísunar. Í morgun sá ég umræður á DV (ég sé þær ekki lengur svo DV hefur væntanlega afmáð ummælin) þar sem m.a. kom fram að þótt málið væri ekki metið ákæruhæft bæri ekki að skilja það svo að ekkert refsivert hefði komið fram, það væri bara ekki nóg til sakfellingar. Mér finnst þetta einkennileg hugmynd. Ef sönnun um eitthvað refsivert finnst, þá dugar hún væntanlega til sakfellingar eða hvað? Halda áfram að lesa

Vá hvað mér hefur verið nauðgað oft

14a566e18f6f66a372eaa1b3c29c519e

Ég var mjög ung þegar ég þvældi mér í ástarsamband við mér eldri mann. Ég var dauðástfangin af honum og hann kom illa fram við mig. Særði mig oft og illa. Ég held reyndar að þetta samband hafi sett varanlegt mark á mig. Það er samt fyrst núna sem það er að renna upp fyrir mér að með þeirri hegðun sinni að standa í kynlífssambandi við ástfanginn ungling, án þess að ætla að giftast mér og eignast með mér börn, var maðurinn í raun að beita mig kynferðisofbeldi. Halda áfram að lesa