Sagan af Miriam Rose

Miriam ólst upp í Bretlandi. Foreldrar hennar eru umhverfissinnar. Þau eru aktivistar en hafa þó ekki, svo Miriam viti til, tekið þátt í aðgerðum sem teljast ólöglegar. Þau stunduðu lífræna ræktun og ráku fair-trade verslun þegar hún var barn. Í dag býr faðir hennar í Póllandi þar sem hann hefur helgað sig baráttu smábænda gegn erfðabreyttum matvælum. Miriam er alin upp við meðvitund gagnvart náttúrunni og við þá trú að vel stæðu fólki beri heilög skylda til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Halda áfram að lesa

Sagan af Devram Nashupatinath

Devram Nashupatinath er bóndi. Hann býr við ána Narmada á Norður Indlandi. Hann á 7 börn. Devram tilheyrir Adivasi fólkinu. Hann ólst upp á sama landi og langalangafi hans og þar bjó hann þar til í fyrra. Ekki af því að landið væri svo frábær bújörð heldur af því að hann átti ekki um neitt annað að velja. Devram er ólæs og tilheyrir einni af lægstu stéttum samfélagsins.

Halda áfram að lesa

Heimsókn til Þórunnar

Í dag er alþjóðadagur grasrótarheyfinga gegn stóriðju. Þeir sem standa að þessu degi eru m.a. Saving Iceland, Rise Against í Trinidad, Earthlife Africa í S-Afríku, Alcan´t í Indlandi, Movement of Dam Affected People í Brasilíu og Community Alliance for Positive Solutions í Ástralíu. Allar þessar heyfingar eiga í höggi við sömu fyrirtækin en þar ber hátt nöfn eins og Rio-Tinto, Alcan og Alcoa.

Halda áfram að lesa

Verjum Þjórsá

Þann 12. september standa grasrótarhreyfingar víða um heim fyrir alþjóðlegum mótmælum gegn stóriðju. Á Íslandi er þessi dagur helgaður stuðningi við baráttu íbúa í nágrenni Þjórsár gegn áformum Landsvirkjunar um stíflur og lón í neðri hluta Þjórsár.

Þær aðgerðir sem eru fyrirhugaðar á vegum Saving Iceland þennan dag eru afskaplega Íslendingslegar (eins og reyndar flestar aðgerðir Saving Iceland, það eru aðeins þær allra hörðustu sem rata í fjölmiðla) og ættu að henta jafnvel forpokuðustu hvítflibbum. Við ætlum að fá okkur labbitúr fyrir framan Stjórnarráðið, dreifa lesefni og svo er fyrirhuguð mótmælastaða við Þjórsá og nestisferð að Urriðafossi.

Þeir sem hafa áhuga á að vera í samfloti að Þjórsá geta sent mér tölvupóst eða hringt í mig.

Erfðabreytt korn er glæpur

Einu sinni var gaur sem hét Gvuð Almáttugur. Hann mun hafa skapað himinn og jörð og jurtirnar og dýrin.

Nú er hann dauður en í staðinn er kominn einhver annar sem segist hafa skapað, ja kannski ekki himinn og jörð en allavega ýmsar jurtir. Hann heitir að vísu ekki Gvuð heldur Monsanto en hann er fyrirtækjarisi sem hegðar sér eins og hann sé Gvuð, þ.e.a.s. hann hefur keypt sér einkarétt á erfðabreyttum korntegundum.

Fyrir smábændur þýðir þessi einkavæðing á lífverum t.d. að bóndinn verður að kaupa nýtt útsæði á hverju ári þar sem sumar erfðabreyttar plöntur bera ekki fræ. Fyrir aðra þýðir þetta að ef erfðabreytt korn berst inn á lönd þeirra, geta þeir reiknað með að verða lögsóttir fyrir þjófnað ef þeir selja afurðina.

Ég veit ekki hvor erfðabreytt korn er óhollt og ég viðurkenni að mér finnst ágætt að til séu steinalaus vínber. Það sem mér finnst algjört ógeð við erfðabreytt matvæli er viðbjóðseðli kapítalimans sem ætíð setur auð og völd ofar rétti manneskjunnar til að lifa við sæmilegt frelsi og öryggi.