Undarleg þversögn

656528KB-banki lýsir því yfir að stóriðjustefnan skili harla litlum þjóðhagslegum ágóða. Samt líst landanum svona ljómandi vel á að fá fleiri álver.

Dag eftir dag minnir veðrið meira á apríl en janúar. Sumar eftir sumar sveltur lundinn vegna óeðlilegra hlýinda. Samt telur meirihluti Íslendinga að gróðurhúsaáhrif séu ekkert vandamál á Íslandi.

Í hvaða raunveruleikaþætti lifir þessi meirihluti eiginlega?

Ráð gegn ruslpósti

Ég kann ráð gegn ruslpósti. Almenningur sameinist um að safna öllum ruslpósti sem berst inn á heimilin í einn mánuð og sturta honum fyrir framan dyrnar hjá því fyrirtæki sem hefur sent mest af rusli. Næsta mánuð er svo annað fyrirtæki valið. Halda áfram að lesa

Bara smá leki

Síðast þegar fréttist af lekanum úr aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar var hann um 200 lítrar á sekúndu en það ku víst ekki vera neitt umtalsvert samkvæmt talsmönnum Landsvirkjunar. Þar sem ekkert hefur heyrst meira um lekann frá því á miðvikudag í síðustu viku liggur beinast við að álykta að hann sé ennþá álíka mikill. Sé það rétt hefur á þessari einu viku, runnið út í jarðveginn vatn sem myndi nægja til að fylla Laugardalslaugina 46 sinnum. En þetta er auðvitað ekkert sem orð er á hafandi. Austurland er stórt og nóg pláss fyrir manngerðar mýrar.

Annars er ég að velta því fyrir mér hvort Mammon sé ekki bara að svara bænum mínum. Ef ég fæ Vigni til að selja Landsvirkjun vatslekanema verður vinnustofan mín orðin að stórveldi innan skamms og við getum farið að flytja inn Kínverja til starfa.

Níðstöngin stendur enn

444608AJón Sigurðsson hefur líklega frétt af því að til stæði að fara með særingar gegn stóriðjustefnunni, því þegar ég mætti á Austurvöll í gærkvöld, var hann búinn að ná sér í þessa líka fínu níðstöng. Ég er ekkert hissa því það ógnar auðvitað sjálfstæði þjóðarinnar ef örfá risafyrirtæki yfirtaka allt atvinnulíf. Ég ók þarna fram hjá rétt áðan og hann heldur ennþá á stönginni og beinir henni að þinghúsinu. Halda áfram að lesa

Umhverfis- og félagshyggjublaaa

Auðvitað vil ég ekki sjá það að hafa lygalaupa og spillingarpunga í borgarstjórn. Mér er samt fyrirmunað að skilja hvað á að vera svona miklu betra við þennan nýja meirihluta? Hvað hefur þetta fólk gert síðustu 12 árin sem er svona æðislegt?

Sorrý Stína en þrátt fyrir þá sannfæringu mína að skömm og skítbuxaháttur sé með miklum blóma innan Sjálfstæðisflokksins get ég ómögulega litið fram hjá því að þeir hafa þó komið meiru til leiðar í umhverfismálum á 17 mánuðum en grænu flokkarnir gerðu á 12 árum. Mér er meinilla við að viðurkenna það en þannig er þetta nú bara.

Mikið óskaplega langar mig nú að gera byltingu.

Handa Kúrekanum

Útsendarar Friðriks eru byrjaðir að bora upp við Kröflu. Í leyfisleysi auðvitað, það er víst hefð fyrir því. Yfirvöld gera ekkert í málinu (það er líka hefð fyrir því) en ef ég fer á staðinn og reyni að stoppa þessa ósvinnu, verð ég dregin fyrir dómsstóla. Þannig er nú siðferðið í þessu bananalýðveldi. Ég þarf að kasta galdri. Vona að hann beri þann árangur að Friðrik fái bæði flatlús og njálg.

Halda áfram að lesa