Bara smá leki

Síðast þegar fréttist af lekanum úr aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar var hann um 200 lítrar á sekúndu en það ku víst ekki vera neitt umtalsvert samkvæmt talsmönnum Landsvirkjunar. Þar sem ekkert hefur heyrst meira um lekann frá því á miðvikudag í síðustu viku liggur beinast við að álykta að hann sé ennþá álíka mikill. Sé það rétt hefur á þessari einu viku, runnið út í jarðveginn vatn sem myndi nægja til að fylla Laugardalslaugina 46 sinnum. En þetta er auðvitað ekkert sem orð er á hafandi. Austurland er stórt og nóg pláss fyrir manngerðar mýrar.

Annars er ég að velta því fyrir mér hvort Mammon sé ekki bara að svara bænum mínum. Ef ég fæ Vigni til að selja Landsvirkjun vatslekanema verður vinnustofan mín orðin að stórveldi innan skamms og við getum farið að flytja inn Kínverja til starfa.