Sauður býður sig fram til stjórnlagaþings

Þessi lögspekingur er í framboði til stjórnlagaþings. Hann telur 1010 ára gömul lög enn í fullu gildi.

Þessi menntakona sem heldur að ríkiskirkja sé forsenda jólahalds og að engar kirkjur séu til í ríkjum muslima, telur sig einnig eiga erindi á stjórnlagaþing.

(Þetta kom fram á vef Þjóðkirkjunnar en færslur hennar um frambjóðendur eru ekki lengur aðgengilegar. Hinsvegar vitnar Sigurður Hólm í orð þeirra hér.)

Halda áfram að lesa

Stjórnlagaþingsframbjóðandi um aðskilnað ríkis og kirkju

Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir, frambjóðandi til Stjórnlagaþings, vill hafa hina evangelísk- lúthersku kirkju sem Þjóðkirkju. Hún vill ekki aðskilja ríki og kirkju, því hún vill geta haldið jól og páska og að fólk eigi þess kost að láta skíra börn og ferma.

Þetta er skarplega athugað hjá Jóhönnu. Í öðrum löndum þar sem ríki og kirkja eru aðskilin eru engin jól eða páskar og ekki eru börn skírð og fermd. Við þetta má bæta að jarðarfarir voru lagðar niður um leið og skírnir og fermingjar, páska og jól, í þeim ríkjum sem hafa aðskilið ríki og kirkju.

Í Þýskalandi er ástandið svo slæmt að þar hefur enginn verið jarðaður síðan 1918. Enda er lyktin orðin svakaleg.

Uppfært:
Tengillinn hér að ofan tengir ekki lengur á stefnu Jóhönnu en hér má lesa fulla tilvitnun.

Ruglið í Snorra í Betel

Þetta er nú meira kjaftæðið. Það hefur ekki nokkur maður sem hugsanlega gæti haft áhrif óskað þess að prestum verði meinaður aðgangur að skólum í hlutverki foreldra. Þeir eru jafn velkomnir SEM FORELDRAR og t.d. eigendur pizzustaða, en á sama hátt beðnir vinsamlegast að nota annan vettvang til að auglýsa þjónustu sína….

Það er ekki lífsskoðun að vera samkynheigður. Ekki frekar en að vera örvhentur. Ef það að vera örvhentur væri feimnismál og oft notað sem átylla fyrir mismunun, þá væri eðlilegt að samtök örvhentra fengju tækifæri til að berjast gegn fordómunum.

Mér þætti líka fróðlegt að vita hvað maðurinn á við með því að fólk í dag krefjist þess strax að foreldrar þeirra séu settir á líknandi meðferð. Aldrei í veraldarsögunni hefur lífinu verið haldið í fólki jafn lengi (og oft að ástæðulausu). Sjálf hef ég unnið á elliheimilinum og ekki kannast ég við allt þetta fólk sem endilega vill foreldra sína eða afa og ömmur út úr heiminum. Líknandi meðferð er beitt þegar hverfandi líkur eru taldar á að viðkomandi geti lifað við sæmilega meðvitund án mikilla og stöðugra þjáninga.

Látum öll börn skrifta 9 ára

Ég er að hugsa um að Gvuðlasta á föstudaginn langa.

Ég var boðin í fermingarveislu síðasta sunnudag og hitti þar sæg af skemmtilegu fólki, fékk dásemdar lambalæri, grillað á staðnum ásamt allskyns grænmeti, fylltum sveppum og öðru hnossgæti.

Það sem mér þótti áhugaverðast við þessa veislu var þó 9 ára telpa sem er Kaþólikki (sjálfsagt af einlægum áhuga). Hún sagði mér frá því að hún væri nýlega búin að fá sitt fyrsta sakramenti og til þess að svo mætti verða þurfti hún fyrst að skrifta. Hún hafði átt í mesta basli með að hugsa upp einhverja synd en mundi að lokum að hún hafði einhverju sinni gert sér upp höfuðverk þegar hana langaði meira að vera heima en fara í bíltúr. Bróðir hennar hafði lent í sömu vandræðum. Eina syndin sem hann mundi eftir var sú að hafa óhlýðnast föður sínum í boltaleik. Pabbinn hafði kallað til hans og beðið hann að kasta boltanum til systur sinnar en hann gaf á einhvern annan.

Það er nú gott til þess að vita að syndir þessara barna séu fyrirgefnar og sálir þeirra hreinsaðar af þessum glæpum gegn almættinu. Hverskonar syndaselir hefðu þau annars orðið?

Án trúar er ekkert siðferði.