Er fyrirgefning endilega af hinu góða?

forgive_by_onlycurious

Það er nokkuð vinsæl villukenning sem margir andans menn, sálarlífs- og samskiptafrömuðir halda fram, að fyrirgefning sé allra meina bót. Því er þannig oft haldið fram að maður eigi að fyrirgefa þeim sem gera manni illt af því að það sé svo mannskemmandi að burðast með hatur og hefndarfýsn. Halda áfram að lesa

Spunkhildur vill að kirkjan komi að verkfallsmálum

Spunkhildur nokkur, bráðskemmtilegur bloggari, stakk upp á því núna um daginn að kirkjan legði sitt af mörkum til að auðvelda þjóðinni þetta langa og stranga kennaraverkfall. Rökin eru auðvitað þau að það sé og hafi verið yfirlýst stefna kirkjunnar að styðja þá sem eiga við vanda að etja og að kirkjan hljóti að tileinka sér orð Krists „leyfið börnunum að koma til mín“. Halda áfram að lesa