Á matseðlinum er gufusteikt lambakjöt og einhver virðist hafa lagt í það aukamerkingu því fyrsta kvöldið sitt í þjónsstarfinu er ungsveinninn látinn klæðast leðurbrynju. Svitinn bogar af honum þar sem hann ber fram „víkingamat“, lamb með kartöflumús og gljáðu grænmeti. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Tímavillti Víkingurnn
Bloggið virkar!
Í dag hringdi í mig maður. Sagðist lesa bloggið mitt og að hann hefði hugsanlega aukavinnu handa mér. Hún fælist í því að smíða rafeindabúnað.
Ég hélt fyrst að þetta væri einn hálfvitinn enn – menn sem lesa bloggið mitt eiga til að senda mér tölvupóst með ýmsum undarlegum ráðleggingum – svo ég hnussaði bara eitthvað um að ég væri ekki rafvirki. Hann baðst afsökunar og kvaddi.
Ég áttaði mig á því um leið og sambandið rofnaði að ég hafði ekki einu sinni gefið því séns að þetta væri eitthvað athugunarvert. Það er út af fyrir sig gaman að vita að ókunnugir lesi bloggið mitt og ég hafði bara verið truntuleg við hann. Ég hringdi í hann (þökk sé tæknivæðingunni fyrir gemsa með innbyggðum símanúmerabirti) og það kom í ljós að hann er uppfinningamaður en ekki hálfviti.
Hann segir að það sé ekkert flókið að smíða rafeindabúnað, þetta sé bara föndur sem maður geti unnið við eldhússborðið heima hjá sér og að verkfærin og allt dót sem tilheyrir komist fyrir í einum pappakassa. Hann ætlar að koma við hjá mér á morgun og kenna mér það sem þarf til.
Blessað barnalán
Held ég hafi farið full geist af stað eftir margra mánaða kyrrsetur. Hafði líklega betur sleppt því að hlaupa með blöðin. Það sparar andskotans engan tíma og ökklarnir á mér eru stokkbólgnir. Halda áfram að lesa
Komin með húsnæði
Ég hlýt að vera heppnasta manneskja í heimi. Búin að vinna á staðum í 4 klukkutíma þegar kemur í ljós að eigandinn á íbúð sem hann þarf að leigja út í vetur. Jibbý! Ég er komin með húsnæði. Bara spurning hvort ég flyt inn 1. september eða ekki fyrr en 5. en leigan verður sanngjörn sagði hann, hvað sem það nú merkir. Glópalán? Eða tilviljun? Hef ekki guðmund um það, veit bara að það hentar mér ágætlega. Halda áfram að lesa
Tímavillti víkingurinn – Ný þáttaröð
Og svo kemur að því að maður verður annaðhvort að leggjast í þunglyndi eða rífa sig upp og gera eitthvað. Ég hringdi og bauð mig fram í kvöldvinnu á einhverju satanísku veitingahúsi, bara til að vera ekki ein á kvöldin. Nei ekki bara, líka til að fá greiðslumat, einhversstaðar verð ég að búa og það er alltaf vitlaust að gera á veitingahúsum. Þótt launin séu smánarleg verður maður einhvern andskotann að gera til að sýna hvítar tekjur.
Það vantaði að vísu ekkert í eldhús í bili en vildi ég taka að mér þrif á hótelherbergjum? Get alveg eins gert það eins og sitja hér og bora í nefið. Í versta falli vil ég það ekki og þá get ég bara hætt því.