Hringur?

Ég sakna húsasmiðsins svo mikið. Held að það lagist ekki fyrr en ég kynnist einhverjum. Horfi í kringum mig en ég fer ekkert nema í vinnuna og það eru engir karlmenn. Allavega ekki á lausu. Eða allavega enginn sem ég gæti hugsanlega orðið hrinfin af. Nema sá kynþokkafulli. Halda áfram að lesa

Betri tíð

Það er engu líkara en að heppnin hafi ákveðið að leggja mig í einelti.

Fyrst lendi ég í vinnu hjá manni sem á einmitt leiguíbúð sem hentar mér, á frábærum stað. Svo fæ ég brilliant hugmynd um það hvernig ég get auglýst bókina mína með lágmarks vinnu, lágmarks kostnaði og án þess að þurfa að leika sölumann. Halda áfram að lesa

Núna!

Ég vil sofa hjá þér. Núna. sagði Lúkas við Spengilfríði, hátt og snjallt á ágætri íslensku. Kannski átti það að vera fyndið svona í og með en öllu gríni fylgir nokkur alvara og það leynir sér ekki að hann yrði glaður ef hún tæki tilboðinu. Sennilega vissi hann ekki að hún á kærasta.

Ojæja ég lái honum ekki. Ef ég væri pólskur farandverkamaður myndi mig líka langa til að sofa hjá Spengilfríði. Hún er ekki ljót.