Sá geðþekki

Sá geðþekki gengur um eins og tillitssemin holdtekin. Hann læðist inn, ofur varlega til að vekja engan. Kannski býr hann í blokk og þá gætir hann þess að leggja útihurðina varlega að stöfum. Þegar hann kemur inn til sín fer hann inn í barnaherbergið og horfir á börnin sín sofa. Það er svona tilfiningaþrungið andartak en samt ekki væmið. Svona sena sem maður getur alltaf horft á aftur, þótt það sé í sápuóperu. Halda áfram að lesa

Pólína

Pólína sest við tölvuna í setustofunni og skrifar systur sinni>

Mér líður ekki beinlínis illa, þannig séð. Launin eru hærri en heima en allt virðist bara vera svo miklu miklu dýrara að stundum efast ég um að þetta borgi sig. Ég nefndi það einu sinni við fólkið sem vinnur með mér. Þau urðu mjög hissa og sögðu að ég gæti áreiðanlega fengið fleiri vaktir ef ég væri blönk. Það er einhvernveginn svarið við öllu hér. Bara vinna af sér rassgatið og þá verður allt í fína. Halda áfram að lesa

Eftir vinnu

Þegar ég er að vinna hugsa ég stundum um það hvað þeir sem eru í fríi séu að gera. Og þegar ég fer heim á kvöldin velti ég því fyrir mér hvað þau sem eru að vinna með mér geri þegar þau koma heim. Þar sem flest þeirra fara heim mun seinna en ég sjálf er rökrétt að álykta að þau sparki af sér skónum, hálfdrattist undir sturtuna og þaðan í bælið. En ég sé alltaf fyrir mér að það hljóti að vera allt öðruvísi. Halda áfram að lesa