Í dag ætla ég að hitta manninn sem vildi ekki eiga brauðrist með konunni sinni. Ónei, mín fagra og magra, ég rauk ekki upp úr hlýju bæli mínu um miðja nótt til að hömpast með manni sem ég hef ekki séð í 7 ár. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Tímavillti Víkingurnn
Dagurinn í dag
Þetta verður góður dagur.
Af því að ég er svo frábær.
Ég er t.d. stórkostleg skúringakona, geri aðrir betur. Halda áfram að lesa
Vill svo til
Ég nennti ekki út en spurði tarotspilin ráða. Þau lofuðu mér vonbrigðum, harmi og gengishruni ef ég færi út, dauða, tímasóun, og kvíðakasti ef ég sæti heima. Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni kom í heimsókn og bjargaði mér frá geðbólgu aldarinnar. Halda áfram að lesa
Af umhyggju Geirþrúðar
Screensaver stóðst væntingar og rúmlega það. Gjörsamlega frábær sýning. Táknmálið yndislegt en ég er óvön því að túlka verk sem eru algerlega án orða, þarf að fara oftar á dans- og myndlistarsýningar. Og dansarar eru svoooo fallegt fólk. Kostar ofboðslega vinnu býst ég við og ekki myndi ég leggja það á mig. Sætti mig frekar bara við það sem sjálfsagt mál að vera óttaleg rassmína við hliðina á þessum álfakroppum. Halda áfram að lesa
Karlafar mitt
-Af hverju ert þú í þessum kjól? urraði sonur minn Hárlaugur.
-Það er nú við hæfi að fara þokkalega útlítandi á ballett og svo getur vel verið að ég fari á karlafar á eftir, sagði ég.
-Þú ert alltaf á karlafari, tuðaði hann. Halda áfram að lesa
Gat
Mér tókst að bora 0,7 mm bor næstum alveg í gegnum fingurgóm um daginn. Fór sem betur fer ekki í bein en fann borinn snúast í sárinu og var furðu lengi að átta mig og slökkva á vélinni. Það var ótrúlega lítið sárt en nöglin klofnaði og er mjög ljót. Ég hafði áhyggjur af því að ég fengi sýkingu en það hefur ekkert borið á neinu, finn ekki einu sinni til nema smá seiðing ef ég þrýsti á brotnu nöglina. Vel sloppið.
Ég er svo heppin að eðlisfari. Samt er rauður blettur á stærð við títuprjónshaus á fingurgómnum til sannindamerkis um gat í gegnum holdið.
Uppfinningamaðurinn
Það er eitthvað skrýtið við að hafa uppfinningamann að störfum við eldhússborðið, ekki við að setja tækið saman, heldur við að hanna það.
-Jæja, nú skulum við gá hvort þetta virkar, nei það er alltof mikil spenna á þessu en ég held ég viti hvað þarf að gera til að fá þetta rétt … Halda áfram að lesa