Kærleiksblómið sem gegnir embætti innanríkisráðherra vill koma kristniboðskap inn í skólana aftur. Daginn eftir að þær fréttir bárust sagði DV frá enn einu mannréttindabrotinu af hálfu Útlendingastofnunar. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: stofnanarasismi
Þessvegna voru Króatarnir sendir burt
Átta milljónir kostaði að senda Króatana aftur „heim“. Eftir nokkrar vikur fær Króatía aðild að Evrópusambandinu og þá geta þeir komið aftur ef þeim sýnist svo. Því er von að fólk spyrji hver tilgangurinn sé með því að borga undir þá flug „heim“.
Tilgangurinn er sá að senda skilaboð. Skilaboð sem í senn eru ætluð þeim sem sendir voru burt, öðrum sem vilja fara frá Króatíu og íslensku þjóðinni. Skilaboðin eru þessi:
Við viljum ekki svona rusl. Við viljum frekar borga fyrir að koma þessu liði í skilning um að við Íslendingar erum merkilegri en þau. Við viljum frekar leggja út smápening núna en hætta á að þau telji sjálfum sér trú um að á Íslandi verði litið á þau sem manneskjur.
Að gefa ríkisstjórninni séns
Þeir sem benda á ósamrýmanleg markmið og ótrúverðugan málflutning formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fá gjarnan tilmæli um að „gefa ríkisstjórninni séns“. Tortryggni í garð ríkisstjórnarflokkanna er afgreidd sem neikvæðni. Mig rekur reyndar minni til þess að sama gagnrýni frá sama fólki hafi fengið sömu einkunnir á árunum fyrir hrun. Efasemdir um ágæti þenslunnar voru sagðar svartagallsraus og nöldur.
Að vera gjaldþrota
Mamma, af hverju er þetta fólk svona fátækt?
Vegna þess hjartað mitt að það er vanþróað.
Það kann ekkert nema að rækta korn.
Það kann ekki einu sinni að lesa.
Við aftur á móti erum háþróuð.
Við höfum skóla og heilbrigðiskerfi, úrvalsvísitölur og allskonar fínerí.
En getum við ekki kennt þeim að þróast mamma?
Getum við ekki gefið þeim gefið þeim peninga til að stofna skóla og sjúkrahús
og hjálpað þeim að skapa hagvöxt og greiningardeildir
og allt þetta sem gerir okkur háþróuð?
Hvernig kemst ég inn í kerfið? – Gestapistill eftir Guðrúnu Ágústu Þórdísardóttur
Guðrún Ágústa Þórdísardóttir skrifar um Íslendinga í útlöndum og útlendinga á Íslandi

Ég hef verið að velta fyrir mér málefnum flóttamanna á Íslandi undanfarið, sérstaklega í ljósi nýjustu frétta um ungt par sem á að vísa úr landi og það í sitthvort landið.
Jæja Vigdís – byrjum á Dyflinnarreglunni
Vigdís Hauksdóttir heldur áfram að opinbera kjánaskap sinn í útvarpsviðtali um afstöðu hennar til flóttamanna. Bullið í henni er efni í heila pistlaröð. Byrjum á þeirri vondu réttlætingu fyrir mannvonsku sem í daglegu tali er kölluð Dyflinnarreglan. Halda áfram að lesa
Ráðherraefnið og flóttamenn
Fyrir hönd félags áhugafólks um málefni flóttamanna (áður birt í DV)
Vigdís Hauksdóttir hefur lagt fram á alþingi fyrirspurn um málefni flóttamanna.
Fyrirspurnin lýsir áhyggjum af meintri eftirsókn flóttamanna eftir óverðskulduðu hæli á Íslandi ásamt þeirri hugmynd að flóttamenn séu öðrum glæphneigðari. Þingmaðurinn spyr hvort komi til greina að láta menn sem reyna að flýja land ganga með ökklabönd. Halda áfram að lesa