Nýtt heimili

„Ég fann hús“ sagði Spúnkhildur. „Að vísu uppi í Gólanhæðum en við erum að tala um tvíbýli en ekki blokk, nógu mörg herbergi fyrir allt liðið og meira að segja garð. Reyndar garð með heitum potti og veröndin er undir svölum efri hæðarinnar svo það hlýtur að vera sæmilega skýlt þar. Og hún er laus Eva, við getum flutt inn í kvöld ef við kærum okkur um.“ Halda áfram að lesa