Prik

Drengir þurfa að eiga prik. Ég veit ekki hversvegna en það er bara þannig. Þegar mínir voru litlir báru þeir inn greinar sem voru notaðar sem göngustafir, hestar, vopn og eitthvað fleira sem ég skil ekki. Ég hélt alltaf að þeir væru alveg að vaxa upp úr því svo ég henti öllum prikum þegar við fluttum. Það reyndist alltaf röng tilgáta hjá mér en kosturinn við prik (eða ókosturinn, eftir því hvernig maður lítur á það) er sá að það er alltaf hægt að verða sér úti um nýtt ef mamma manns hendir því gamla í tiltektarkasti. Um helgina kom Pysjan svo heim með eitt prikið enn og nú stendur það upp við glerskápinn í eldhúsinu. Halda áfram að lesa

Krútt dauðans

Myndgerður litla hefur átt dálítið bágt undanfarið. Kisurnar hennar urðu eftir fyrir austan þegar þær Spúnkhildur fluttu í bæinn og fyrstu vikuna í nýjum skóla fékk hún lús og það varð henni áfall. Mamma hennar ánetjaðist Örykjanum og ég held að Myndgerði finnist það ekkert skemmtilegra en mér. Halda áfram að lesa