Spúnkhildur er að flytja. Var búin að tæma herbergið sitt þegar ég kom heim í dag. Ég er að því leyti glöð að Öryrkinn hefur farið æ meira í taugarnar á mér síðustu vikurnar. Það er mér hulin ráðgáta hvað þessi skemmtilega kona sér við hann. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Spúnkhildur
Til eignar eða afnota
Nú er ég löngu búin að jafna mig eftir hálsbólgu, berkjubólgu og geðbólgu sumarsins en mér leiðist ennþá. Halda áfram að lesa
Valkostir
Hef legið í djöfullegri hálsbólgu frá mánaðamótum. Verið svo hundveik að ég gat ekki einu sinni skrifað og er þá mikið sagt. Er rétt að jafna mig núna en orðin svo horuð að ég lít út eins og beinagrind í latexgalla. Halda áfram að lesa
Er þetta sápa eða hvað?
Öryrkinn, maður konunnar minnar kom í bæinn í gærkvöld. Mér skilst að hann ætli að vera hér fram á mánudag. Furðulegt að maðurinn skuli aldrei þurfa að vinna yfirvinnu eins og annað fólk. Hann kemur orðið flestar helgar og svo liggja þau í símanum þess á milli. Halda áfram að lesa
Að nálgast viðfang giftingaróra minna
Ég er alvarlega að hugsa um að giftast Doktorsnefnunni. Sem náttúrulega algerlega alvöru Doktor, en við doktorsvörnina mismælti andmælandi hans sig hvað eftir annað og sagði Doktorsnefnan þegar hann ætlaði að segja doktorsefnið. Það er bara of fyndið til að nota það ekki.
Skepnur
Nú þegar sonur minn Pysjan er farinn í sveitina, sonur minn Byltingamaðurinn í skógræktina og Öryrkinn austur að Kárahnjúkum til að mylja undir kapítalið, hefði maður kannski haldið að yrði sæmilega rólegt í húsinu. Ekki fer neitt fyrir Myndgerði litlu fremur en fyrri daginn og spúsa mín sefur fram til fjögur á daginn. En hver hefur sinn djöful að draga og í mínu tilviki eru þeir margir skrattakollarnir sem ég sit uppi með eftir mína mörgu og innihaldsríku samninga við Djöfulinn. Sem hann svíkur svo bara. Halda áfram að lesa
Aukavinna
Þá er það loksins staðfest að leigusalinn bjó í alvöru með litháískri súludansmey. Ég komst að því í dag þegar ég sótti um aukavinnu á „Kynlegum konum“ einu strippbúllunni hér uppi í Gólanhæðunum. Eða einu svo vitað sé, svo ég ljúgi nú engu. Búllmundur, eigandi staðarins, spurði hvar ég byggi. Þegar ég sagði honum það varð hann steinhissa og spurði hvort Fatlafólið væri kominn í stórútgerð. Sú litháíska hætti víst á búllunni skömmu eftir að þau kynntust og Búllmundur hefur enga trú á að það skýrist eingöngu af hreinleika ástarinnar. Halda áfram að lesa