Skepnur

Nú þegar sonur minn Pysjan er farinn í sveitina, sonur minn Byltingamaðurinn í skógræktina og Öryrkinn austur að Kárahnjúkum til að mylja undir kapítalið, hefði maður kannski haldið að yrði sæmilega rólegt í húsinu. Ekki fer neitt fyrir Myndgerði litlu fremur en fyrri daginn og spúsa mín sefur fram til fjögur á daginn. En hver hefur sinn djöful að draga og í mínu tilviki eru þeir margir skrattakollarnir sem ég sit uppi með eftir mína mörgu og innihaldsríku samninga við Djöfulinn. Sem hann svíkur svo bara. Halda áfram að lesa

Aukavinna

Þá er það loksins staðfest að leigusalinn bjó í alvöru með litháískri súludansmey. Ég komst að því í dag þegar ég sótti um aukavinnu á „Kynlegum konum“ einu strippbúllunni hér uppi í Gólanhæðunum. Eða einu svo vitað sé, svo ég ljúgi nú engu. Búllmundur, eigandi staðarins, spurði hvar ég byggi. Þegar ég sagði honum það varð hann steinhissa og spurði hvort Fatlafólið væri kominn í stórútgerð. Sú litháíska hætti víst á búllunni skömmu eftir að þau kynntust og Búllmundur hefur enga trú á að það skýrist eingöngu af hreinleika ástarinnar. Halda áfram að lesa