Í dag var ég handtekin. Hef ekki lent í því áður, hvað þá að hanga ein klukkutímum saman í galtómum fangaklefa og hafa ekkert við að vera. Það er samt ekkert svo hræðilegt í stuttan tíma. Eiginlega eins og að vera á spítala nema bara ekki veikur. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Saving Iceland
Rök takk, plebbarnir ykkar
Gagnrýni eða öllu heldur sleggjudómar sem dynja á hreyfingunni Saving Iceland verða æ grátbroslegri. Í fyrra var algengt að íslenskir plebbar gagnrýndu meðlimi SI aðallega fyrir druslulegt útlit og annað þjóðerni en íslenskt. Þessa dagana er algengt að gagnrýnin sé á þessa leið: Halda áfram að lesa
Vel heppnuð aðgerð
Segið svo að beinar aðgerðir beri ekki árangur. Fyrirtækið varð fyrir fjárhagstjóni sem það mun aldrei fá bætt. Það er eitt af markmiðum beinna aðgerða. Annað markmið er að halda umræðunni lifandi og kann ég stórum hópi Moggbloggara bestu þakkir fyrir bullið í sér. Það sýnir bæði taugadrulluna sem grípur um sig og heldur umræðunni í gangi.
Einkar gáfuleg ákvörðun
Það lítur út fyrir að Íslendingar muni af ráðsnilld sinni splæsa fríu fæði og húsnæði á meðlimi Saving Iceland.
Dettur einhverjum heilvita manni í hug að fólk sem er vant því að búa vikum saman í tjöldum og trjáhýsum, jafnvel yfir veturinn, komast stundum ekki í bað vikum saman og nærast á því sem er í boði hverju sinni, hversu óspennandi sem það er (ég veit t.d. að 5 daga í röð bauð anarkistaeldhúsið uppi í Mosfelssdal upp á kartöflurétt til að bjarga kartöflum sem lágu undir skemmdum og þau fengu ekki eina kvörtun), kippi sér eitthvað upp við að fá viku frí til að lesa pólitískar bókmenntir og kynna málstað sinn fyrir afbrotamönnum sem margir hverjir væru alsto tilbúnir til að beita aðferðum sem ganga mun lengra en aðgerðir hreyfingarinnar? Heldur einhver að þetta verði til þess að þau hætti baráttunni?
Ég þekki þennan unga jarðfræðing. Ég hef aldrei séð hana verklausa nema rétt á meðan hún er að lesa sér til um jarðfræði Íslands og áætlanir Landsvirkjunnar. Ég spái því að hún nýti þessa átta daga til að lesa og skrifa við mun þægilegri aðstæður en hún hefur haft síðustu mánuði.
Ofbeldissinnaðir mótmælendur berja lögreglu
Þessar 108 myndir ættu að gefa nokkuð góða hugmynd um árásarhneigð og ofsa meðlima samtakanna Saving Iceland.
Mynd nr. 68 er í uppáhaldi hjá mér enda er þetta grófasta dæmi sem ég hef séð um ögrandi framkomu þessa fólks. Halda áfram að lesa
Sálmur handa Sóma
Íslandi blæðir því álrisans her
og atvinnunáttúruspellvirkjager
veður hér uppi og ábyrgðin er,
(svo einungis fáa við nefnum);
hjá gráðugum rottum, en gleðjumst með söng,
og gerum svo lista yfir heimilisföng
og hefnum. Halda áfram að lesa
Út um rassgatið á sér
Stundum efast ég um að fólk geti virkilega verið eins vitlaust og það gefur sig út fyrir að vera. Umræðurnar á Moggablogginu í framhaldi af uppákomu nokkurra aktivista í Kringlunni í gær eru gott dæmi. Hver bloggarinn af öðrum lýsir hneykslun sinni en virðist ekki hafa áttað sig á því hvað málið snýst um. Halda áfram að lesa