Ofbeldissinnaðir mótmælendur berja lögreglu

Þessar 108 myndir ættu að gefa nokkuð góða hugmynd um árásarhneigð og ofsa meðlima samtakanna Saving Iceland.

Mynd nr. 68 er í uppáhaldi hjá mér enda er þetta grófasta dæmi sem ég hef séð um ögrandi framkomu þessa fólks.

Það sem mér finnst skemmtilegast við myndaseríuna eru myndir 91, 93 og 94. Ég sé ekki betur en að á mynd 91 sé búið að handtaka bílstjórann. Það er þó hugsanlegt að mér skjátlist því ég sé ekki andlitið en mér sýnist á baksvipnum að þetta sé hann. Á mynd 93 sést að bíllinn er ökumannslaus (sem rennir stoðum undir þá tilgátu að bílstjórinn hefi verið kominn út) og rúðan heil. Á næstu mynd (94) er rúðan brotin. Lögreglan fullyrti að rúðan hefði verið brotin til þess að ná bílstjóranum út en myndavélin styður nú ekki þann framburð. Líklega er lögregluþjónninn sem braut rúðuna bara skyggn og hefur séð draug við stýrið.

One thought on “Ofbeldissinnaðir mótmælendur berja lögreglu

  1. ———————————

    svona passar lögreglan okkur svo vonda fólkið geti ekki gert okkur mein.

    Posted by: baun | 25.07.2007 | 0:16:50

    virkar ekki seinni tengingin..

    Posted by: baun | 25.07.2007 | 1:03:21

    Það er ekki hægt að tengja á einstaka mynd en þær eru númeraðar.

    Posted by: Eva | 25.07.2007 | 1:39:06

    Prófið http://superman.is/album/allinone.aspx?fn=superman&aid=-1445401606

    Allar b2.is síður eru bara rammar utan um síður sem eru hýstar annars staðar.

    Posted by: Elías | 25.07.2007 | 8:38:02

    Það er heldur ekki hægt að tengja á einstaka mynd af þessari síðu. Takk samt Elías.

    Posted by: Eva | 25.07.2007 | 9:28:30

    Geturðu ekki linkað á t.d. http://superman.is/superman/albums/-1445401606/Jpg/094.jpg ?

    Posted by: Elías | 25.07.2007 | 12:23:20

    Ég er náttúrulega frekar tölvufötluð. Það hlýtur að vera til einfalt trix til að gera þetta en þegar ég smelli á einstaka mynd fæ ég ekki upp nýja slóð í vefslóðagluggann.

    Posted by: Eva | 25.07.2007 | 16:13:48

    þú hægrismellir bara á myndina, þá ættirðu að geta valið eitthvað sem heitir Open image in new window, eða álíka, þar færðu slóðina beint.

    Posted by: hildigunnur | 30.07.2007 | 8:42:06

    Nei, veistu Hildigunnur, það bara virkar ekki. Ég er margbúin að reyna það en þegar ég vel open link in a new window, þá fæ ég bara stóra rammann með öllum litlu myndunum upp aftur.

    Posted by: Eva | 30.07.2007 | 13:51:58

Lokað er á athugasemdir.