Allir í góðum málum

Eru þetta ekki hvort sem er bara útlendingar?

Það er annars gott til þess að vita að fjölmiðlafulltrúi Impregilo skuli vera svo vel inni í öllu sem er að gerast á þessu stóra svæði að hann geti svona auðveldlega skorið úr um hvað er slúður og hvað raunveruleiki. Mér skilst að í nokkrum tilvikum þurfi verkamenn að ferðast í um 2 klst til að komast á vinnustaðinn (og svo annað eins heim aftur) svo það sér hver maður að það er ekkert smáræði sem Ómar leggur á sig til að fylgjast með því að gangi allt í vil í þessum Kardimommubæ hálendisins. Nema hann sé skyggn en það nú hreint ekki svo ótrúlegt.

Í vor fór einhverjum fréttum af því að „tugir Portúgala“ sem vinna við Kárahnjúka væru sáttir við aðstæður sínar og vísuðu á bug ásökunum um þrælahald. Ekki kom fram hvort það voru 2 tugir eða 9 tugir af þeim 300 Portúgölum sem þá unnu við Kárahnjúkavirkjun á vegum Impregilo.