Ekkert stress

Ég sé fram á að facebook geti orðið stórþjófur á tíma minn. Allavega þetta social dæmi. Hálftími farinn í netdaður við einhverja útlendinga. Hvar eru Íslendingarnir?

Aðalmeðferð í stóra vegatálmunarmálinu hefst í fyrramálið. Ég er ekki baun stressuð. Við fengum Ragnar Aðalsteinsson sem verjanda og hann er búinn að vinna heimavinnuna sína, ólíkt þeim sem varði Hauk og félaga á sínum tíma. Ekki það að ég hefði nokkurntíma farið á límingunum yfir jafn ómerkilegu máli en það er ekki verra að hafa hæfan lögmann.

Öryggistilfinning er góð.

Víííí!

Hér var að berast frétt:Óli var sýknaður.

Ég finn ekkert um þetta á vefnum en Helga Páls hringdi í mig svo ég tel þetta öruggt. Trú mín á réttarkerfinu hefur aukist. Sjálf á ég að mæta fyrir rétt næsta mánudag.

Ótrúleg saga

Saga svo lygileg að ég gæti hafa skrifað hana sjálf en sannleikur engu að síður:Málið hófst sumarið 2006 með því að Arninbjörn Snorrason, lögregluþjónn sem kunnur er fyrir ofsa og harðræði gegn þeim sem hafa aðrar pólitískar skoðanir en hann sjálfur, ók fjórhjóladrifnum jeppa að tjaldbúðum mótmælenda í nágrenni Kárahnjúka. Engin aðgerð var í gangi og matmálstími að hefjast þegar Arinbjörn og félaga bar að garði. Tilgangur þeirra var augljóslega sá að ónáða og ögra fólkinu á tjaldstæðinu og ákvað Ólafur Páll Sigurðsson ásamt nokkrum öðrum að gefa sig á tal við gestina og gekk hópurinn í átt að bílnum.

Halda áfram að lesa