Klúður ársins 2007

Svo Snædís litla er þá lifandi enn. Í sumar þegar hún var dauðvona var ég beðin að búa til sérstakan grip handa henni. Ég vissi ekki þá að hún væri búin að missa máttinn í höndunum og bjó til sprota, sem þarf auðvitað handafl til að nota. Hún hafði komið til mín nokkrum vikum áður og þá gat hún vel notað hendurnar. Hversvegna í fjandanum var mér ekki sagt að ég hefði búið til hlut sem myndi ekki nýtast henni?

Ég verð allavega ekki verkefnalaus á morgun.

Óleysanlegt

Vandamál er ekki það sama og verkefni þótt sumir vilji endilega gera einföldustu verkefni að vandamálum. Vandamál er meira en erfitt verkefni. Vandamál er ástand sem er of vandasamt að breyta til að maður hafi trú á að það sé áreynslunnar virði en samt svo slæmt að lifa við að maður vill það ekki heldur. Halda áfram að lesa

Nótt

Og hafi ég mjakast handarbreidd frá þér í svefninum, finn ég sterkan arm þinn leggjast yfir mig og draga mig aftur inn í hlýjan faðm þinn.

Þrátt fyrir allt er eitthvað nákvæmlega eins og það á að vera.

Uncanny again

Í kvöld hef ég sóað tíma mínum í að horfa með öðru auganu á ómerkilega og ákaflega ótrúverðuga bíómynd um gaur sem verður ástfanginn af stúlku með ónýtt skammtímaminni. Hékk á netinu með hinu auganu og komst að því að jafnvel raunverulegasta persóna tilveru minnar lítur á mig sem skáldsagnapersónu. Um leið áttaði ég mig á því hversvegna ég var að horfa á mynd sem er ekki þess virði. Allt er í heiminum táknrænt.

Yfirleitt er fólk ekki sjálfu sér samkvæmt og í raun ekkert hægt að gera slíka kröfu. Mér líkar það stórilla.

Snúður

Trölli hrærði sykri út í kaffið sitt svo skvettist upp úr bollanum. Bölvaði hressilega og ég sótti eldhússpappír og færði honum könnu í stað fíngerða kaffibollans úr gamla stellinu hennar ömmu. Halda áfram að lesa

Fíbblamjólk

Heimurinn er að drukkna í kjaftæði og það er sko ekkert leyndarmál.

Ef þér dettur í alvöru í hug að það sé nóg að hugsa sér hlutina eins og þú vilt hafa þá til þess að allt verði fullkomið af sjálfu sér, skoðaðu þá kynóra þína síðustu 10 árin eða svo. Halda áfram að lesa