Klúður ársins 2007

Svo Snædís litla er þá lifandi enn. Í sumar þegar hún var dauðvona var ég beðin að búa til sérstakan grip handa henni. Ég vissi ekki þá að hún væri búin að missa máttinn í höndunum og bjó til sprota, sem þarf auðvitað handafl til að nota. Hún hafði komið til mín nokkrum vikum áður og þá gat hún vel notað hendurnar. Hversvegna í fjandanum var mér ekki sagt að ég hefði búið til hlut sem myndi ekki nýtast henni?

Ég verð allavega ekki verkefnalaus á morgun.