Á meðan fólkið sem bauð sig fram til þingsetu undir merkjum umhverfisvænnar vinstri hreyfingar keppist við að koma meiri völdum á færri hendur, sitja kjósendur aðgerðalausir og bíða eftir að ‘eitthvað’ gerist. Þeir fáu sem nenna og þora að láta ‘eitthvað’ gerast, vita nú af reynslunni að þeir eru of fáir til að ná árangri. Ekki einu sinni kannabisræktendur ná almennilegum árangri og eru þeir þó öllu fleiri en aðgerðasinnar á Íslandi.
Greinasafn fyrir merki: orðræðan
Og hvað með það?
Setjum sem svo að það sé alveg rétt að þeir sem skrifa nafnlaust á netinu þori ekki að standa við skoðanir sínar. Hvað þá með það? Verður staðreynd eitthvað ósannari eða sannfæring byggð á veikari grunni, ef það er hugleysingi sem heldur henni fram?
Setjum sem svo að það sé alveg rétt að þeir sem skrifa um hitamál eða halda fram róttækum skoðunum undir nafni séu fyrst og fremst athyglisjúkir. Og hvað með það? Er athyglissjúkir eitthvað óskynsamari eða ómarktækari en aðrir?
Glæpur og fórnarlamb eða glæpur án fórnarlambs?
Manndráp -> fórnarlamb.
Þjófaður -> fórnarlamb.
Nauðgun -> fórnarlamb.
Mansal -> fórnarlamb.
Og sómi þinn líka
Vegna þess að í hjarta hvers manns býr lítill eiginhagsmunaseggur og hann er mjög fær í því að ljúga að sjálfum sér. Vegna þess að allt hefur sinn verðmiða. Vegna þess að það getur hent hvern mann að selja sál sína og sannfæringu óafvitandi. Vegna þess að flestir telja sig betri manneskjur en þeir raunverulega eru. Halda áfram að lesa
Sýnum þeim kærleika
Ég legg til að við förum öll í gönguferð í kringum tjörnina, berrössuð og bjóðum útrásarvíkingum, bankastjórum, embættismönnum og pólitíkusum að þrykkja í þarmana á okkur.
Þjóðin er að ganga í gegnum fjárhagslega hópnauðgun og þar sem búið er að banna hávaða í mótmælaskyni, er ekki um annað að ræða en að gefast upp og sýna nauðgurum okkar kærleika og undirgefni. Táknræn aðgerð af þessu tagi myndi undirstrika friðarvilja þjóðarinnar og kærleiksþel á erfiðum tímum. Jóhanna getur svo komið með vaselín til að draga úr mesta sársaukanum.
![]() |
Selja íbúð á Manhattan |
Afsakið mig meðan ég æli
Kærleika sýnir maður í verki, af hjartans dýpstu rótum, fólki sem manni þykir vænt um, fólk sem ekki hefur unnið til annars, fólki sem þarfnast þess, fólki sem af hendingu verður á vegi manns, fólki í sama húsi og fólki í fjarlægum heimshlutum.Við þurfum ekki að fara í gönguferð kringum tjörnina til að sýna hvert öðru kærleika. Enda er þetta uppátæki ekkert annað en væmin og hallærisleg tilraun til að telja okkur trú um að friður skuli ríkja í samfélagi þar sem enginn grundvöllur er fyrir friði. Þeim sem reyna að kúga okkur og þagga niður í okkur sýnum við engan kærleika. Við getum sýnt þeim miskunn, við getum haft samúð með öllu sem lifir, við getum sýnt þeim þá virðingu sem allar manneskjur eiga rétt á, en kærleika nei takk.
Skilaboðin til yfirvaldsins þessa dagana ættu ekki að vera: við elskum ykkur, heldur ‘drullist til að uppræta spillingu og valdníðslu ef þið viljið ávinna ykkur kærleika, virðingu og frið.’
Þau gætu byrjað með því að upplýsa okkur almennilega um afsalið á fjárræði okkar.
![]() |
Kærleiksganga á Austurvelli |
Aðför og einelti
Í dag er nánast öll pólitísk óánægja skilgreind sem aðför og/eða einelti, öll uppreisn sem ofbeldi.
Ég hef litla trú á því að nokkur eigi í vandræðum með að sjá muninn á því þegar reiði þjóðarinnar beinist gegn valdamanni á borð við Davíð Oddsson og því þegar hrekkjusvínin sitja fyrir þeim varnarlausasta í bekknum á leiðinni heim úr skólanum og míga í skólatöskuna hans.
Þetta endalausa væl um aðför og einelti gegn Sjálfstæðismönnum er sambærilegt við það að kalla hrekkjusvínin þolendur þegar eineltisbörnin reyna að reka þau burt með ókvæðisorðum. Stjórnarflokkarnir eru ekki í neinni aðför gegn Sturlu, þeir eru bara að gefa Sjálfstæðisflokknum skýr skilaboð um að hann ráði ekki lengur. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki fórnarlamb eineltis, hann er hrekkjusvínið sjálft.
![]() |
Takmarkalaus valdagræðgi |