Ungir foreldrar

Af hverju er svona nauðsynlegt að sporna gegn því að fólk eignist börn ungt? Bendir eitthvað til þess að ungt fólk sé vanhæft til að annast börn eða er neyslumenningin að byggja upp óbeit á öllu sem hefur í för með sér ónæði, þ.m.t. börnum?

Það er talað um unglingafæðingar sem stórkostlegt félagslegt vandamál á Íslandi. Allt síðasta ár var EIN stúlka sem eignaðist barn 15 ára. Fæðingar stúlkna undir 19 ára aldri voru innan við 100. Hvað er svona skelfilegt við að eignast barn ungur og er það eitthvað lögmál að fólk verði nauðsynlega að „hlaupa af sér hornin“? Hefur fólk ekki í gegnum tíðina eignast börn innan við tvítugt?

Ein af þessum órökstuddu vitaskuldum er sú að félagsleg staða fólks verði svo erfið ef það eignast börn ungt. Það átti sennilega við fyrir 40 árum en þótt ekkert hindri ungar mæður í því að fara í langskólanám í dag, er það samt notað sem „röksemd“. Fólk skilur á öllum aldri þannig að hærri aldur er engin röksemd fyrir því að samband sé traust. Er málið ekki bara það að börn eru álitin ýmist dragbítur (eða „pakki“) eða þá prinsar og prinsessur sem eigi helst aldrei að upplifa nein óþægindi, fremur en að vera eðilegur hluti af tilverunni? Þegar mínir drengir voru að alast upp hafði ég stöðugt samviskubit yfir þvi að sjá ekki nógu vel fyrir þeim. Í dag tala þeir um að ýmislegt hefði mátt betur fara en fátæktin er ekki meðal þess sem þeim finnst að hefði átt að vera öðruvísi.

Ég var ekki rassgat fullorðin 19 ára en ég eignaðist samt barn þá og það var bara nákvæmlega ekkert annað en yndislegt.

Klámmæðgur

Þetta er ekkert á mörkum þess sem margir telja ósiðlegt heldur fer þetta langt út fyrir þau enda er þarna verið að daðra við sifjaspell. Ótrúlega mörgum að þeim komi erótísk sambönd annars fullorðins fólks eitthvað við og bara ágætt hjá Lake & Stars að ögra tepruskapnum aðeins. Það er svo aftur verra mál að nærfötin eru forljót og stellingin á efri myndinni er mjög óeðlileg svo líklega selja þessar auglýsingar aðallega erótískar fjölskyldufantasíur.

Betri skilgreining

fornarlamb5

Stefán kveikti á útvarpinu. Lísa Páls á flakki, einmitt að hefja viðtal við jafnréttisfulltrúa HÍ. Stefán leit á mig sposkur á svip.

,,Ætli þau komist að þeirri niðurstöðu að konur séu fórnarlömb háskólans,“ sagði hann en ógeð mitt á fórnarlambsvæðingu kvenna hefur ekki farið fram hjá honum. Halda áfram að lesa