Magnús Sveinn Helgason kommentar

Mér finnst dálítið undarleg ráðstöfun hjá fólki sem hefur blokkerað mig á fb að vera að kommenta hjá mér, þar sem ég get ekki séð þau ummæli nema í gegnum þriðja aðila. Athugasemd Magnúsar Helgasonar um að fýsutal Erps sé „hluti af listrænum gjörningi“ er svo hlægileg að ég ætla ekki einu sinni að svara henni.

Það er bull hjá Magnúsi að mér finnist ekkert athugavert við það hvernig Erpur talar, það var hinsvegar ekki umfjöllunarefni þessarar greinar, heldur var ég að benda á að það sem ræður því hvað er skoðað sem kvenhatur er ekki það sem sagt er, heldur tengsl mælandans við pólitískar hreyfingar.

Hvað er þjóðarmorð?

Í umræðunni um ástandið í Palestínu hefur heyrst það sjónarmið að rangt sé að tala um meðferð Ísraela á Palestínumönnum sem þjóðarmorð. Með því sé verið að gengisfella hugtakið. Við skulum skoða réttmæti þess að nota orðið þjóðarmorð, með því að bera ástandið í Palestínu saman við skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna á þjóðarmorði. Halda áfram að lesa

Hvað er pólitískur rétttrúnaður?

Í opinberri umræðu ber alltaf á einhverjum tískuhugtökum.Fyrir 10-12 árum komst varla nokkur maður í gegnum þriggja mínútna útvarpsviðtal án þess að koma orðinu „stærðargráða“ einhversstaðar að. Meira ber þó á hugtökum sem fela í sér gildisdóma, orðum sem verða nánast eins og töfraþula, svar við öllu og hentug leið til að loka umræðunni. Árið 2009 klæmdust netverjar á orðinu „meðvirkni“ þar til það missti nánast merkingu sína. Varla er hægt að kalla það tísku að tala um aðför og einelti gegn stjórnmálaflokkum; það fer nú sennilega að teljast sígilt. Halda áfram að lesa

Að klæða virðingarleysi í kurteislegan búning

Í umræðunni um umræðuna ber á ásökunum um ómálefnalegan málflutning. Ábendingar um vondan málflutning eiga oft við en stundum sér maður líka ummæli stimpluð ómálefnaleg, af því að einhver sem hefur góð rök fyrir máli sínu er óþarflega hvassyrtur eða bregst ókvæða við útúrsnúningum og rangfærslum. Verra er þó þegar fólk álítur að til þess að vera málefnalegur sé nóg að sýna kurteisi. Halda áfram að lesa