Fólk sem tekur líkamsrækt alvarlega eyðir ekki orkunni í að tyggja ávexti. Það maukar þá og þynnir svo leðjuna með safa, mysu eða undanrennu svo sé hægt að neyta þeirra í fljótandi formi. Ég hef alltaf haldið að svona hræringur þjónaði þeim tilgangi að hylja lyfjabragðið af próteinpúlveri en nú er mér sagt að það séu ekkert endilega sett fæðubótarefni saman við súpuna. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: … og ég sé það fyrst á rykinu
Goðsögnin um endorfínkikkið
Tvennt hefur komið mér á óvart síðustu daga.
Í fyrsta lagi er fólk sem hreyfir sig reglulega er ekki rassgat fallegra en við hin. Að vísu hef ég ekki séð marga fituhlunka í tækjasalnum og sjálfsagt er þetta fólk allt saman rosalega sterkt og með mikið úthald en sturturnar eru svo fullar af signum brjóstum, flaxandi viskustykkjahandleggjum og lærum með mörkögglaáferð að ég er alveg hissa á að lýtalæknar hafi ekki klínt auglýsingum upp um alla veggi. Halda áfram að lesa
Sellofan
-Hvernig þekkirðu þennan mann? spurði Lærlingurinn.
-Gömul silkihúfa, svaraði ég.
-Draugur?
-Já. Hann skýtur upp kollinum einu sinni á ári eða svo.
-Draugur sem droppar inn og býðst til að sverma fyrir viðskiptasamböndum. Það er athyglisvert. Heldurðu að sé einhver alvara á bak við það eða er hann bara að vesenast eitthvað til að hafa afsökun fyrir því að nálgast þig?
Það er nú það. Ég veit það ekki og eiginlega er mér sama. Það kemur allt í ljós. Heppnin á það til að bregða sér í dulargervi og þegar allt kemur til alls virka galdrar ekkert verr þótt þeim sé pakkað í sellófan. Þeir seljast hinsvegar betur.
Silkihúfa.
Kannski sellófanhúfa.
Mikið vildi ég að hann Elías drifi nú í því að barna einhverja huggulega lesbíu.
Krónísk frekja?
Enn stendur frekjubíllinn í tveimur stæðum. Um daginn skildi ég eftir á honum svohljóðandi orðsendingu; „Þú hefur dýpkað skilning minn á orðinu frekja.“ Að sjálfsögðu setti ég einnig nafn og staðsetningu á blaðið. Maður sem býr í hverfinu kom í búðina til að þakka mér fyrir framtakið en þetta hefur hinsvegar ekki haft nein áhrif á eigandann.
Ef hann verður ekki farinn í kvöld frem ég eitthvert fordæði.
Þessir litlu hlutir
Í dag þurfti ég að leggja bílnum á gjaldsvæði í smástund. Ég var að ganga að gjaldtökuvélinni þegar stúlka snaraði sér að mér og rétti mér miða sem gilti dágóða stund í viðbót. Sagðist hafa borgað of mikið og þyrfti hann ekki lengur, hvort ég vildi ekki nota hann. Halda áfram að lesa
Komin kort
Nú eru komin nokkur kort inn á Launkofann. Ég lenti í smá veseni með kommentin en nú á þetta að vera komið í lag. Látið mig endilega vita ef þið hafið sent inn komment sem koma ekki fram.
Hvað er tröll nema það?
-Er hann þá loksins farinn?
-Það lítur út fyrir það.
-Eva. Sorrý að ég skuli skipta mér af þessu en ólíkt fólk rennur stundum saman í eina persónu á blogginu þínu. Stundum veit ég ekki hvort þú ert að skrifa um mig, Elías eða einhvern annan, sagði hann og hljómaði eins og eitthvað væri athugavert við það.
Halda áfram að lesa