-Þú ert fyrsta konan sem ég kynnist sem leggur ekkert upp úr rómantík, sagði hann. Ég fann að ég varð skrýtin á svipinn.
-Hvers vegna heldurðu að ég leggi ekkert upp úr rómantík, sagði ég eftir stutta þögn, kannski eilítið kuldalega og nú var það hann sem varð skrýtinn á svipinn.
-Ja, ég hef aldrei gert neitt fyrir þig sem getur talist rómantískt. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: … og ég sé það fyrst á rykinu
Fear of Flying
-Ertu andvaka?
-Kannski gerum við of mikið úr muninum á því að vera and-vaka og vak-andi.
-Klukkan er að ganga þrjú. Það hlýtur að vera eitthvað að fyrst þú ert samræðuhæf á þessum tíma sólarhings.
-Það er ekkert að. Ég var bara að hugsa dálítið skrýtið. Halda áfram að lesa
Óviðkomandi bannaður aðgangur
Hvað gerir maður við fólk sem segir fjórtán ára dreng að hann tilheyri ekki fjölskyldu pabba síns? sagði konan, reið en yfirveguð. Halda áfram að lesa
Blessað barnalán
Jæja. Þá er Pysjan væntanlega kominn til Baunalands. Fór í loftið kl 7 en var byrjaður að reka á eftir mér kl 3 í nótt þótt allt væri tilbúið til brottfarar og bíllinn fullur af bensíni rétt fyrir utan. Hann ætlaði sko ekki að standa í röð í 2 tíma. Ég hef reyndar aldrei lent í óþolandi langri biðröð úti á Keflavíkurflugvelli en hann var búinn að klína þráhyggjunni á i-pod sem hann ætlaði að kaupa í fríhöfninni svo það var engu líkara en að við værum að flýja bæði snjóflóð og Gestapo. Halda áfram að lesa
Bjargvættur Bauna
Í fyrramálið heldur Pysjan til Danaveldis þar sem hann mun þreyta inntökupróf í sérlegan Bjargvættaskóla. Það er svosem ekki eins og ég sé neitt óvön því að hann sé að heiman mánuðum saman og reyndar var hann að vinna í Danmörku síðasta sumar. Samt finnst mér þetta eitthvað svo stórt skref. Líklega bara af því að ég hef ekki hugmynd um hvenær hann kemur aftur.
Aðskilnaðarstefnunni hefur verið aflétt
Í tilefni af því endaði ég bestu helgi sem af er árinu á því að drekka kapútsínó á þremur kaffihúsum sem mér hefur verið iðulega verið meinaður aðgangur að síðustu 6 árin. Ég hef að vísu ekki orðið fyrir því að neinn hafi beinlínis bent á mig og rekið mig út af veitingahúsi en oft hef ég hrakist út vegna reykeitrunar. Þeir dagar eru nú á enda runnir.
Ég átti hálfpartinn von á því að kaffihúsin væru hálftóm og að hvarvetna væru reykfíklar hímandi við anddyrin. Ég sá einn mann reykjandi fyrir utan veitingastað og þessir þrír sem ég fór inn á eru ekkert að fara á hausinn.
Lítið ljós
Uppáhaldsviðskiptavinurinn okkar í Nornabúðinni, hann Árni Beinteinn, var í Kastljósinu á föstudaginn.
Þessi strákur er þegar búinn að ná langt en auk þess að vera hæfileikaknippi þá er hann svo indæll og skemmtilegur að í raun ættu Félags- og Menntamálaráðuneytið að gera hann upptækan og ferðast með hann um landið sem sýnidæmi um afleiðingu af jákvæðu hugarfari og góðu uppeldi.