Galdur á Jónsmessunótt

101Kirkjugarður á Jónsmessunótt er öðrum stöðum galdravænlegri. Allavega þegar maður er óökufær af kristilegu blóðþambi. Við hittum reyndar hvorki Satan né anda hinna framliðnu en ég stjórnaði hópgaldri í fyrsta sinn og Egill (12 ára) og Grímur (14 ára) munu líklega seint gleyma því að hafa fengið að taka þátt í slíkri athöfn. Halda áfram að lesa

Af heimsku mannanna

-Eva, finnst þér heimska vera vandamál í heiminum? spurði Drengurinn sem fyllir æðar mínar af Endorfíni.
-Já yndið mitt, svaraði ég.
-Af hverju?
-Af því að helmingur mannkynsins er heimskur og heimskt fólk tekur óheppilegar ákvarðanir. Jafnvel gáfað fólk tekur oft heimskulegar ákvarðanir svo þú getur rétt ímyndað þér hvað heimska skapar mörg vandamál.
Halda áfram að lesa

Ojæja

Smá umfjöllun um Palestínudvöl Hauks á stöð 2 í gær.

Ég er dálítið svekkt yfir áherslunni í fréttinni. Þetta hefði verið kjörið tækifæri til að fjalla um þjóðarmorðið sem verið er að fremja með blessun og aðstoð Íslendinga. En almenningur hefur svosem aldrei haft áhuga á þeim hörmungum sem við berum ábyrgð á og fréttir eru auðvitað ekkert annað en söluvara.

Neyðarúrræði

Um 16 ára aldur var mér orðið ljóst að fólk gerir nákvæmlega það sem því bara sýnist. Sumt af því er sjúkt, rangt og heimskulegt, hreint ekki Gvuði þóknanlegt, hvað þá mér. Ég hef semsagt vitað það nokkuð lengi að ég get ekki stjórnað heiminum og ekki einu sinni þeim sem eru mér nánastir. Ég hef aldrei verið fullkomlega sátt við þá staðreynd. Halda áfram að lesa

Klassinn

-Mér finnst ekkert siðferðilega rangt að hata þetta pakk. Það bara skekkir sjálfsmynd mína. Ég er nefnilega ákaflega rökvís og það er ekki rökrétt að sóa orku í tilgangslausa geðshræringu yfir óumbeðnum fréttum af fólki sem kemur manni ekki lengur við. Ég er samt reiðust yfir því að hafa keypt helvítis lygina. Trúað því að það væri eitthvað mikið og óviðráðanlegt að, þegar það var í rauninni ekkert annað en helvítis dóp. Mér finnst sjálfsblekking ekki smart og ég hafði allar forsendur til að sjá í gegnum þetta.

-Ég er ennþá á því að þú ættir að gefa Al Anon séns, sagði hann, svo varfærnislega að ég fékk það ekki af mér að springa.

Ef til er aumingjakölt sem ég hef meiri viðbjóð á en AA samtökin, þá er það Al Anon. Samsafn vesalinga sem hafa valið sér að lifa við óþolandi ástand. Undirlægjur sem þykjast geta búið með ábyrgðarlausum kúgara án þess að taka ábyrgðina af honum, án þess að láta hann kúga sig. Bjóða börnunum sínum upp á stöðugt rugl líka. Lítil reisn yfir því, verð ég að segja.

Ég segi það enn og aftur; mér finnst sjálfsblekking ekki smart. Verst að enginn hefur nokkurntíma lofað mér því að það væri eitthvað sérstaklega auðvelt að halda klassanum.