Ég hlæ upphátt 5-6 sinnum á dag. Þ.e.a.s. ef ég hef félagsskap, ég hlæ sjaldan ein. Sumum finnst beinlínis óþægilegt að fara með mér í bíó eða leikhús af því að ég hlæ svo mikið og stundum ein í þokkabót. Í gær var mér sagt að ég hlæi stundum að einhverju sem er ekkert fyndið.
Og þá fór ég að hugsa um húmor. Af hverju hlæjum við? Mér koma nokkrar skýringar í hug. Halda áfram að lesa