Það er náttúrulega ekki heilbrigt að sitja skjálfandi undir sæng og borða ís en nú er Kuldaboli búinn að spilla fyrir mér mörgum dögum og ég ætla ekki að láta hann hafa af mér ánægjuna af því að borða ís.
Það er náttúrulega ekki heilbrigt að sitja skjálfandi undir sæng og borða ís en nú er Kuldaboli búinn að spilla fyrir mér mörgum dögum og ég ætla ekki að láta hann hafa af mér ánægjuna af því að borða ís.
Var að tala við mann á netinu. Fæddan og uppalinn á Íslandi. Hann sagðist lýga hafa gaman af leikhúsi og bað um símmanúmmerið mitt. Ég geri ekki kröfu um fullkomna stafsetningu eða málfar en ég ætla samt ekki sleppa takinu á fordómum mínum gagnvart þeim sem skrifa lýga.
Í alvöru talað, er enginn þarna úti sem er til í að kynna mig fyrir frambærilegum karlmanni? Hundraðþúsundkall í boði handa þeim sem kynnir mig fyrir þeim sem ég mun búa með þegar strákarnir eru flognir úr hreiðrinu.
Ég kann ekki vel við Kuldabola. Hann er búinn að bíta mig svo illa síðustu daga að mér er kalt í beinunum þótt ég sé undir sæng með lokaðan glugga og ofninn á fullu. Svo hrekur hann viðskiptavinina mína inn í Kringlu helvískur. Nóvember ætlar að fljóta á kynningum svo líklega ætti ég ekki að kvarta en tilhugsunin um að sitja í kuldanum og lóða víra í allan dag vekur mér fullkomið ógeð.
Bíllinn minn er skítugur og búðargluggarnir líka en ég get ekki hugsað mér að láta unglingana mína sulla í vatni í þessum kulda.
Ég kann ekki almennilega við þetta letur. Finnst það of lítið og klesst en kann ekki að breyta því. Grey Anna. Ég mun ekki láta hana í friði í marga daga eftir að hún kemur heim.
Hahh! Spábollasettin eru á lægra verði hjá okkur en á netinu!
Ég sem hélt að það væri alltaf hagstæðast að versla á netinu.
Ég elska búðina mína.
Bloggflutningar eru næstum eins og að flytja á milli húsa. Maður þarf að henda út rusli og fara aftur á gamla staðinn til að sækja alls konar stöff.
Ég er mjög ánægð með nýja staðinn en hann er ekki orðinn „heima“ ennþá því dótið mitt er ennþá hérna og ég þarf að bíða eftir að Anna komi heim frá útlöndum (hún er að heimsækja Ken) því hún ætlar að hjálpa mér. Dugar víst ekkert að kalla á sterka stráka til að flytja tengla og vefbókarfærslur.
Ég sakna tenglanna minna. Dáltið eins og að búa ein í blokkinni. Eins gott að Anna er með vaska sveit lífvarða í kringum sig. Ég ætla bara rétt að vona að Ken skili henni aftur.
Ég var orðin töluvert áhyggjufull vegna pöntunar sem ég lagði inn hjá fyrirtæki í Bandaríkjunum þann 11. spetember. Ég greiddi vörurnar með korti og fékk þær upplýsingar að þær ættu að berast mér innan sex vikna. Ekkert hefur ennþá bólað á sendingunni en ég fékk þær skýringar hjá fyrirtækinu, endur fyrir löngu, að sendingin hefði ekki farið af stað fyrr en 10 dögum eftir að ég lagði inn -og greiddi pöntunina. Ekki fást skýringar á hvernig á því standi.
Í morgun hringdi ég svo í póstinn til að athuga hvort þar á bæ væri hægt að fá einhverjar upplýsingar um hvað hefði orðið af sendingunni. Góða konan sagði mér að það tæki minnst átta vikur og gæti tekið allt að tólf vikur að fá vöru afgreidda frá Bandaríkjunum en að fyrirtæki ættu það til að „ljúga bara“ til um afgreiðslutímann.
Ég ætla rétt að vona að sendingin berist fyrir jól. Annars gæti farið svo að eitthvað verði ekki fullkomið og það er náttúrulega óþolandi.