Lögmál 1
Allt sem skiptir máli tekur þrefaldan þann tíma sem maður reiknaði með í upphafi.
Lögmál 2
Ef maður er svo fyrirhyggjusamur að reikna með þreföldum tíma, tekur það samt tvisvar sinnum þann tíma. Halda áfram að lesa
Lögmál 1
Allt sem skiptir máli tekur þrefaldan þann tíma sem maður reiknaði með í upphafi.
Lögmál 2
Ef maður er svo fyrirhyggjusamur að reikna með þreföldum tíma, tekur það samt tvisvar sinnum þann tíma. Halda áfram að lesa
Ég bað um einn lítinn skammt af frönskum og einn stóran. Eina gosflösku líka. Ekkert annað.
Hún rétti mér báða skammtana í einu. Annar sennilega 70% stærri en hinn.
„Þessi er stærri“ sagði hún.
Ég horfði inn í tómið og þakkaði fyrir. Kannski lít ég bara út fyrir að vera vangefin.
Ég játa á mig illt innræti; ég hef hugleitt möguleikann á að svíkja undan skatti. Ég er í þokkalegri aðstöðu til þess. Málið er hinsvegar að ég hef ekki efni á því, jafnvel þótt ég væri nógu spillt til að láta verða af því. (Takið eftir viðtengingarhættinum, véfréttin játar aldrei.) Ef maður ætlar að greiða skuldirnar sínar þarf maður víst að sýna fram á nógu háar tekjur til þess. Það er allavega lítill tilgangur í því að eiga pening en geta ekki notað hann til að greiða skuldirnar. Halda áfram að lesa
Þetta eru vondgóðir dagar.
-Ég er með einhverja ógeðspest en ekki í aðstöðu til að nýta rétt minn til veikindadaga.
-Ástsjúk en hef hvorki tíma né orku til að hlaupa á eftir svoddan duttlungum, hendurnar á mér sannarlega við hæfi nornar og „slæmir hárdagar“ hafa einkennt undanfarnar vikur. Halda áfram að lesa
Ég held að ég hefði nú ekki vogað mér að reykja nálægt þér ef ég hefði verið búinn að lesa vefbókina þína, sagði Málarinn.
Ég benti honum á að þrátt fyrir ofstækisfullt hatur mitt á reykingum, hef ég búið með þremur mönnum og einni konu (ekki samt öllum í einu, þótt ég sé gefin fyrir stóðlífi) sem reyktu öll. Og ekki reyndi ég að koma í veg fyrir það. Öll systkini mín hafa lengst af reykt og reyndar flestir þeirra sem ég hef umgengist mest í gegnum tíðina. Ég hata nefnilega bara reykingar en ekki tóbaksfíkla og aðra sjúklinga. Halda áfram að lesa
Örlögin geta átt það til að vera kaldhæðin. Það er samt ekki svo margt sem veltur á örlögunum. Við getum ekki haft stjórn á veðri og jarðhræringum, efnahagskerfinu eða húsnæðismarkaðnum (allavega ekki hvert um sig). Við getum farið varlega og lifað heilbrigðu lífi en við útilokum ekki möguleikann á slysum og sjúkdómum. Flestu öðru ráðum við sjálf og afstaða okkar skiptir að sjálfsögðu sköpum um það hvort við getum talið okkur hamingjusöm eða farsæl.
Yfirleitt getur maður skrifað kaldhæðnislegar aðstæður á sinn eigin fávitagang. Og þannig verður maður Megas. Nema maður vilji frekar vera Kristján Fjallaskáld. Það held ég hafi verið boooring.
Helstu einkenni munnmælasögunnar:
-hún sprettur af raunverulegum atvikum
-atvikin eru ýkt og lítt skyldum atburðum ruglað saman
-nöfn, staðir og tímasetningar breytast Halda áfram að lesa