Yfirlýsing hrokagikks 3

-Ég gef skít í þá skoðun að tvisvar sinnum tveir séu eitthvað annað en fjórir.
-Ég gef skít í þá skoðun að það sé í lagi að sumir menn undiroki aðra.

Sú skoðun að vera sem er alvitur og almáttug en leyfir ranglæti að viðgangast, sé samt sem áður algóð, er álíka órökrétt og stærðfræðidæmið.

Sú skoðun að hugmyndir allra góðra manna um gott og illt séu byggðar á ímynduðum vanþroska mannkynsins og að við munum sjá tilgang þjáningarinnar á dómsdegi er álíka sjúk og röng og kynþáttakúgun.

Þessvegna gef ég líka skít í þessa algengu hugmynd um Gvuð.

Ef einhver vill skilgreina virðingarleysi mitt gagnvart þeirri trúarhugmynd sem hroka er það sársaukalaust af minni hálfu. Ég ber enga virðingu fyrir þeirri skoðun heldur.

Yfirlýsing hrokagikks 2

Ég þarf ekkert að hlusta með opnum huga á þá „skoðun“ að tvisvar sinnum tveir séu eitthvað annað en fjórir. Stærðfræði byggir á staðreyndum og þ.a.l. er hugmyndin um að tvisvar tveir séu fimm, ekki skoðun, heldur bara kjaftæði.

Flestar skoðanir eru hinsvegar ekki byggðar á staðreyndum, heldur á öðrum skoðunum og það einmitt þessvegna sem þær eru umdeilanlegar. Ég byggi t.d. þá skoðun mína að þrælahald sé óréttlætanlegt, á þeirri hugmynd að allir menn séu fæddir með rétt til frelsis og að fyrir frelsissviptingu dugi ekki þau rök að það henti einhverjum vel að geta kúgað aðra.

Ég get ekki sannað að siðferðiskennd mín sé „rétt“. Engu að síður hlýt ég að hafa einhverjar hugmyndir um rétt og rangt. Ef einhver er mér ósammála hlusta ég á rök hans, en ef siðferðiskennd hans stangast í grundvallaratriðum á við mína (viðkomandi telur t.d. að sumir kynstofnar séu öðrum æðri) þá get ég ómögulega borðið virðingu fyrir þeim rökum.

Yfirlýsing hrokagikks 1

Þar sem ég er iðulega ásökuð um hroka, fyrir þá skoðun mína að trú á goðmögn og þjóðsagnaverur beri vott um dómgreindarskort, vil ég koma eftirfarandi á framfæri:

Ég ber enga, ég endurtek ENGA virðingu fyrir þeirri hugmynd að heiminum sé stjórnað af veru sem er í senn alvitur, almáttug og algóð. Halda áfram að lesa

Að eignast vin

Ég á ekkert erfitt með að kynnast fólki, þannig. Ég fer hinsvegar varlega í að gera kunningsskap að vináttu. Þegar ég eignast vini er ég meðvituð um það, það gerist ekki svona óvart smátt og smátt.

Ég á ekki við að engin þróun verði á sambandi mínu við vini og kunningja en ég held að ég geri skýrari greinarmun á þessu tvennu en flestir aðrir. Halda áfram að lesa

Gvuðsmönnum velkomið að gvuðspjalla

Stundum drekkum við stöllur mörg köff -og enginn tekur það nærri sér.
Stundum eru mörg drösl heima hjá mér, ef maður sé í letikasti… -engin viðbrögð.
Ein af mínum bloggkunningjakonum huxar daxdaglega -aldrei hafa lesendur hennar tilkynnt geðbólgur vegna þess.
Önnur zetur z víðazt hvar -og enginn taugadrullar á sig yfir því. Halda áfram að lesa

Hvað er í bíó?

Frábært að fá franska kvikmyndahátíð.

Ennþá betra væri það ef upplýsingar um myndir og sýningatíma væru almenningi aðgengilegar. Dagskráin sem er birt á netinu er nefnilega öll í rugli, vantar inn í upplýsingar um myndir, dagsetningar stemma ekki við vikudaga og sýningatímar virðast vera á einhverju flakki líka. Allavega var allt önnur mynd í boði en sú sem var auglýst á netinu þegar við Darri fórum í bíó á föstudagskvöldið.

Myndin sem við sáum (óvart) heitir Falinn og er verulega góð en það skyggði aðeins á að tæknimenn sem sáu um sýninguna virtust vera algerir viðvaningar. Ég geri ekki miklar kröfur í þá veru en finnst samt skipta dálitlu máli að myndin sé á tjaldinu en ekki einhversstaðar annarsstaðar.

Ég ætlaði að sjá meira í dag en dagskráin á netinu er ekki áreiðanleg, ekki birt í fréttablaðinu eða á vef Háskólabíós og miðasalan svarar ekki síma.

Eru aðdáendur evrópskar kvikmyndagerðar virkilega svo örvæntingarfullir að þeir flykkist í bíó bara til að sjá eitthvað sem er ekki amerískt, jafnvel þótt þeir viti ekkert hvað það er?

Pella, gæja, gísa?

Viðfang giftingaróra minna heldur að það geti verið gaman að vera paur.
Ég hef oft velt fyrir mér hvað þetta orð merki og hvernig það hafi orðið til.
Kannski er það samsláttur úr pjakkur og gaur.
Höfuðpaurinn er þá aðalgaurinn, mesti pjakkurinn.

Kvenkyns paur hlýtur þá að vera pella. Samrunin pæja og gella.
Nema hún sé gæja?
Paurinn höstlaði gæjuna hljómar mun kúlla en pilturinn fékk stúlkunnar.

Gísa kemur líka til greina. Gella + skvísa.

Við nánari umhugsun er það líklega best.