Ástúð

Það er ekki af illgirni, (ég myndi alveg viðurkenna það ef svo væri) sem mér hlýnar um hjartaræturnar þegar ég sé mistök hjá manni sem ég hef svo mikið álit á að ef ég væri ekki viss hefði ég sagt nei, þetta er áreiðanlega ekki hann, þetta eru allt of klaufaleg mistök til að það geti staðist. Halda áfram að lesa

Þarfatrapísan

Ég skil neysluhyggju, svona að vissu marki.
Ég skil alveg löngunina til að eiga allskonar fínt og gera allkonar gaman.
Ég skil líka þörfina fyrir stöðutákn.
Ég hef aldrei haft gaman af að þræða útsölur og það veldur mér of mikilli vanlíðan að vera blönk til að ánægjan af nýjum hlutum bæti það upp, en ég veit að verslunaræði er eins og hver önnur fíkn, óheppileg viðbrögð við óhamingju Halda áfram að lesa