Bloggans

Ég virðist vera eina manneskjan í heiminum sem lendi í vandræðum með að nota w.bloggar. Allavega hef ég ekki séð kvartanir frá neinum öðrum. Kannski er þetta tákn frá Gvuði um að ég eigi alls ekki að drepa náunga minn úr leiðindum með óhóflega löngum færslum.

Af margháttaðri geðsýki minni

Ég hef ekki farið í Bónus nema einu sinni síðan á Þorláksmessu en nú er Pysjan í sveitinni og Byltingin ekkert að stressa sig á því að taka bílpróf, svo ég neyddist til að sjá um páskainnkaupin sjálf.

Ekki hefur langtímafráhald frá stórmörkuðum minnstu áhrif á mannmorsfóbíuna í mér og þetta er líklega ekki besti dagurinn til að æfa sig. Finn hendurnar kólna upp, kjálkana læsast saman, kokið verður eins og sandpappír, blessunarlega því það er þá of sársaukafullt að hleypa öskrinu út til að það gerist óvart. Halda áfram að lesa

Netsíðan komin í loftið

Fyrsta Bakkusarblót Nornabúðarinnar fór fram á laugardagskvöld og tókst vel að öðru leyti en því að ég gekk fulldjarflega fram í dýrkun minni á Bakkusi og tók út verðskuldaða refsingu á sunnudaginn. Var öllu líkari fórnarlambi vampýru en norn í kaffiboðinu á sunnudaginn en tókst samt að skúra yfir salinn, fjarlægja bjórflöskur og skella á tertubotna áður en fólkið kom.

Hof Mammons hefur því fengið formlega vígslu og netsíðan okkar hin fullkomna er komin í loftið.

Ég verð í þættinum Innlit-útlit, þriðjudagskvöldið 18. apríl. Heppileg tímasetning svona rétt að afloknu páskafríi.

Brill

Jæja, þá fer nú að styttast í vígsluna á „ráðstefnusalnum“ eða „Hofi Mammons“ eins og við erum farnar að kalla hann. Bakkusarblót á laugardagskvöld og formleg víglsa Mammonsaltaris og vefsíðu fyrir fjölskyldur og velunnara á sunnudag.

Innlit-útlit á leiðinni til okkar. Það er brilljant.