Þetta er bara mín skoðun

Einu sinni kenndi ég dreng sem var bæði skarpur og skemmtilegur. Hann hafði óvenjulegar skoðanir og kom oft með frumleg sjónarhorn inn í umræðuna. Eins og títt er um málglatt fólk átti hann til að fara með fleipur en honum gramdist mjög að þurfa að viðurkenna að hann gæti haft rangt fyrir sér. Halda áfram að lesa

Út vil ek

Ég er víst að fara út á lífið. Ein. Allir sem ég myndi venjulega fá til að koma með mér eru annaðhvort að heiman, ástfangnir, að vinna eða að hamast við að skipuleggja byltingu. Ég verð vessgú annaðhvort að kynnast einhleypu fólki eða hanga ein öll fríkvöld það sem eftir lifir sumars og það er ekki nema hálfnað enn. Ég er virkilega að leggja mig fram um að vera roslega jákvæð. Af hverju í fjandanum byrjar þetta frábæra ‘líf’ aldrei fyrr en um miðja nótt?

Annars er mér engin vorkunn. Það er svo mikil óregla á mér þessa dagana að ég man bara ekki annað eins tímabil síðan ég var að vinna á veitingahúsi fyrir 4 árum og þá oft langt fram á nætur. Ég hlýt allavega að geta haldið mér vakandi til 2.

 

Bara að gá…

Birta: Heldurðu að geti verið að kynhvötin í okkur sé dauð?
Eva: Nei, ég hef nú enga trú á því, þetta er líklega bara lægð.
Birta: Endast lægðir virkilega svona lengi?
Eva: Það hlýtur að vera. Eða ert þú kannski með girndarauga á einhverjum?
Birta: Nei. Alls ekki. Heldurðu að þetta sé eðlilegt?
Eva: Æ bíddu bara. Eftir nokkra daga eða í mesta lagi nokkrar vikur verðurðu farin að kvarta undan því að við séum með óeðlilega mikla kynhvöt. Það er áreiðanlega normalt að hafa ekki áhuga í nokkrar vikur.Birta: Við ættum samt kannski að ganga úr skugga um það? Til öryggis.
Eva: Hvaða öryggi væri í því?
Birta: Bara þú veist. Vera öruggar um að við séum ekki búnar að missa áhugann endanlega. Við þyrftum ekkert að láta vaða, enda myndi ég nú ekki nenna því. Ég meina bara svona að gá hvort er hægt að koma okkur til. Athuga hvort við erum orðin uppþornuð piparjúnka.
Eva: Njaaat… við nennum nú ekki að fara heim og mála okkur og standa svo í einhverju eymdar hösli á börum borgarinnar fram eftir nóttu, bara svona í tilraunaskyni. Það er lágmark að hafa áhuga til að leggja það helvíti á sig. Hvað þá að ætla að hætta í miðju kafi. Hvaða karlmaður heldurðu að sætti sig við það?

Birta: Hmmm… Ég er að hugsa… Ungir menn eru hlýðnir. Kannski ekki við lögin en áreiðanlega í rúminu. Við gætum tekið einn og baðað hann.
Eva: Nei góða mín, við erum ekki að fara að forfæra einhvern anarkistahvolp, bara til að gá hvort kynhvötin í okkur sé dauð. Ekki einu sinni þótt okkur tækist að reka hann í sturtu fyrst og svo heim áður en nokkurt fallerí nær fram að ganga.
Birta: Nei það er líklega rétt. Líklega ættum við bara að fara heim að sofa.

 

Kornflex vikunnar

Byltingin: Mamma, má ég fá blómavír hjá þér?
Mamman: Alveg sjálfsagt.
Byltingin: Heyrðu, hvað heldurðu að Össur Skarphéðinsson sé þungur?
Mamman: Ég hef nú bara ekki vigtað hann nýlega, af hverju ertu að spá í það?
Byltingin: Ég er bara að spá í hvort þrefaldur blómavír haldi honum.

Gullkorn vikunnar

Snjáka (andvarpar): Mikið langar mig nú að fara og grýta hús menntamálaráðherra.
Eva (undrandi): Nú? Hvað hefur hún nú gert?
Snjáka: Æ ekkert nýtt svosem, þetta er bara eitthvað persónulegt.

Bara tengja

Og auðvitað elskan mín, auðvitað tekur maður mark á aðvörunarljósinu, staldrar við og athugar málið. En rauða ljósið merkir ekki endilega að tækið sé ónýtt. Stundum er það bara merki um að þurfi að tengja einn pínulítinn vír.