Ekki mistök heldur ofbeldi

Ef er miðað beint í augun á fólki, ef gleraugu eru rifin af því svo sé auðveldara að úða beint í augu, ef maður sem stendur upp við vegg og fylgist með aðgerðum er laminn harkalega í fótleggi með kylfu, táragasi er beitt EFTIR að mótmælendur sjálfir eru búnir að ná tökum á áflogahundum, þá heita það ekki mistök, heldur ofbeldi.

Halda áfram að lesa

Glæpahundar

police-brutality

Í Bretlandi flokkast það sem meiriháttar skipulögð glæpastarfsemi að mótmæla ákvörðunum stjórnvalda (sama hversu siðlausar þær eru) þar sem hætta er á að þingmenn verði þess varir.

Síðast þegar á þetta reyndi varð jarðfræðingurinn, vinkona Hauks, fyrir því að lögreglumaður kýldi hana í andlitið. Hún var ekki að fremja skemmdarverk. Hún beitti hvorki ofbeldi né sýndi þess nokkur merki að vera til þess líkleg. Hún stóð fyrir framan þinghúsið og sagði nei.

Löggan sem beitti kylfunni

Cartoon-PoliceEinu sinni vann ég við öryggisgæslu. Hluti af starfinu fólst í því að taka skýrslur af þeim sem voru grunaðir um þjófnað, skemmdarverk eða önnur smáafbrot og vísa fólki af svæðinu ef það var drukkið eða með óspektir. Á þeim tíma var mikill áhugi fyrir því meðal ungra öryggisvarða að fá að ganga vopnaðir enda þyrftu þeir einatt að eiga við drukkið fólk og hættulegt. Halda áfram að lesa

Víst beita þeir valdi

logganVar það í Mogganum í gær eða fyrradag sem lögreglan birti yfirlýsingu um óánægju með einhliða umfjöllun fjölmiðla um framgöngu laganna varða austur á Kárahnjúkasvæðinu?
Í yfirlýsingunni kemur fram að valdbeiting geti reynst óhjákvæmileg en lögreglan beiti ekki valdi að nauðsynjalausu.

Sorrý löggimann en það eru bara til myndir sem sýna dæmi um vinnubrögðin ykkar. Við höfum séð myndir af því þegar lögreglan ræðst inn í tjöld á landi í almenningseign og dregur friðsamt fjölskyldufólk út með ofbeldi. Við höfum séð mynd af því þegar nautið hann Óskar Bjartmarz ræðst á, ekki mótmælanda, heldur myndatökumann sjónvarps. Að vísu eru ekki margar myndir til, því lögreglan hefur þá venju að handtaka fyrst myndatökufólk, en ekki þá sem taka þátt í beinum aðgerðum.

Ég efast ekki um að flest starfsfólk lögreglunnar er ósköp almennilegt fólk en innan um er einn og einn vitleysingur á páerflippi og því miður þá virðast þeir stundum veljast til þess að stjórna starfi lögreglunnar. Eða kannski er það kerfið sjálft sem er rotið?