Engir garðar á Íslandi?

Ég bý í parhúsi við einkar snyrtilega götu. Íbúðirnar voru upphaflega ætlaðar öldruðum og ég er eini íbúi götunnar sem ekki er ellilífeyrisþegi. Einstök heppni að hafa fengið þessa íbúð sem er bæði fallegri og betur einangruð en gengur og gerist. Nágrannar mínir eru indælt fólk og alveg rosalega duglegir að taka til í görðunum hjá sér. Halda áfram að lesa

Ísdanska

Frænka: Jói minn, ætlar vinur þinn að borða með okkur?
Jói: Nei, hann verður bráðum náður í af pabba sínum.

Frænka: Viljiði hafa rauðuna lina eða á ég að steikja eggin báðum megin?
Dana: Hanne vill gjarnan hafa það snúið.
Jói: Ég vil ekki ost á mitt brauð og ég átti að spyrja hvis þú getur leggjað enga kartöflu á Atlas disk.

Stuttu síðar þegar við sitjum við matborðið fær Bjartur hóstakast.
Júlíus: Hefur þú vont í hálsinum Bjartur?
Hulla: Bjartur minn, ég er búin að segja þér að fólk á að hvíla sig þegar það er þreytt og fara til læknis þegar það er veikt. Ég er viss um að ef þú að leyfir mér að stjórna þér í hálfan mánuð þá færðu það betur.

Reiðhjólapumpa

-Neinei, ekki láta mig fá pening fyrir þessu, sagði Bjartur.
-Nú? Þætti þér huggulegt af mér að biðja þig að kaupa bjór fyrir mig en borga hann svo ekki? sagði ég.
-Þetta er allt í lagi.
-Jájá, allt í himnalagi en ég ætla nú samt að borga þennan bjórkassa.
-Neinei, ég gef þér hann bara í tilefni dagsins. Halda áfram að lesa

Hvernig verða hugmyndirnar til?

Hvernig fékkstu eiginlega þessa hugmynd? sagði fíflið opinmynnt.

Jú sjáðu til. Það var nebblega þannig að einn daginn þegar sat ég og hugleiddi að vanda, opnaði ég skyndilega þriðja augað. Ég var með lokuð augun en horfði samt út um gat á enninu, rétt fyrir ofan nefið, Og hvað heldurðu að ég hafi séð? Einhvern svon gaur, sveipaðan fjólubláu ljósi. Sennilega hefur þetta verið Gvuð eða einhver álíka sköpunargaur. Halda áfram að lesa

Skráður einhleypur

Kannski á maður ekki að lesa of mikið í það sem fólk gerir EKKI og ég veit eiginlega ekki af hverju þetta angar mig svona mikið því hann er góður við mig og búinn að hitta fjölskylduna og allt það, en við erum búin að vera saman í 3 mánuði og hann er ennþá skráður einhleypur á facebook. Halda áfram að lesa

Lífrænar sláttuvélar

Bjartur og Svartur buðust til að slá lóðina fyrir mig. Eða öllu heldur að lána mér lífrænar sláttuvélar á meðan þeir eru á Fjóni. Kanínubúrið er flennistórt og þegar kaínínurnar eru búnar að gæða sér á ofvöxnu grasinu undir því, dreg ég það aðeins til svo þær geti slegið næsta reit. Allir ánægðir. Halda áfram að lesa