Hvernig verða hugmyndirnar til?

Hvernig fékkstu eiginlega þessa hugmynd? sagði fíflið opinmynnt.

Jú sjáðu til. Það var nebblega þannig að einn daginn þegar sat ég og hugleiddi að vanda, opnaði ég skyndilega þriðja augað. Ég var með lokuð augun en horfði samt út um gat á enninu, rétt fyrir ofan nefið, Og hvað heldurðu að ég hafi séð? Einhvern svon gaur, sveipaðan fjólubláu ljósi. Sennilega hefur þetta verið Gvuð eða einhver álíka sköpunargaur.

Nema hvað, heldurðu að hann reki ekki gaurinn í gatið! Ég lét mér vel líka og hann þjösnist þarna dágóða stund, allt þar til ég fann frjósemi hans gumsast yfir heilann. Grilljón litlar hugmyndasæðisfrumur. Ein þeirra hefur væntanlega náð að festast í hugmyndastöðinni og frjóvga eitt ponkulítið hugmyndaegg. Og þegar hún var búin að gerjast þar í smá tíma, þurfti ég bara að æla henni út um þverrifuna á mér.

Hvort þetta er eitthvað merkilegt er svo annað mál. Hugmynd er nefnilega einskis virði fyrr en búið er að ýta henni í framkvæmd.

Allavega veistu núna loksins hvernig maður fær hugmyndir. Pínu subbulegt kannski en ég er þó búin að leiða þig í sannleika.