Ég held að sé heilmikið til í þessu. Launamunurinn stafar frekar af mismunandi vali (og ómeðvitaðri stýringu í kynbundnar greinar) en kerfisbundinni mismunun. Halda áfram að lesa
Ég held að sé heilmikið til í þessu. Launamunurinn stafar frekar af mismunandi vali (og ómeðvitaðri stýringu í kynbundnar greinar) en kerfisbundinni mismunun. Halda áfram að lesa
Nöldurskjóða dagsins er smátittlingur AMX „fréttastofunnar“. Í dag tuðar smátittlingurinn yfir því að fólk sem hefur sætt óréttlæti skuli kvarta yfir því að eiga ekki bótarétt. Hann gerir svo verulega auma tilraun til að vera sniðugur með því að benda á að lífslíkur karla séu minni en kvenna og ekki séu feministar að gera allt brjálað þessvegna.
Það er ástæða fyrir því að við búum til karla og kerlingar úr deiginu. Hún er sú að mannkynið skiptist, frá náttúrunnar hendi, gróflega í tvennskonar fólk, karla og konur. Ekki í svarta, hvíta og gula, blendingsafbrigðin eru óendanlega mörg, það eru hinsvegar ekki til nein blendingsafbrigði af karli og konu, ef barn fæðist tvíkynja að hluta eða alveg, er það „galli“ en ekki blöndun. Halda áfram að lesa
Bleikir og lillabláir kubbar, hneyksli! Heimili, hvílíkur dónaskapur! Meira að segja kisa! Hvert er eigilega tákrænt gildi kisunnar? Bjóða þeir ekki bara upp á kanínur næst? Halda áfram að lesa
Ísland 2010. Hún svífur upp að altarinu í hvítum kjól, sem táknar meydóm hennar og sakleysi ungmeyjarinnar. Faðir hennar við hlið henni, horfir ábúðarfullur á báða bóga. Brúðguminn bíður hennar við altarið ásamt föður sínum. Halda áfram að lesa
Hvert sem ég fer, sé ég fallegar, ungar konur, með augnhár sem minna helst á skítuga kústa. Af hverju í ósköpunum gera þær þetta? Vita þær ekki að dæmi eru um að snyrtivörur hafi valdið sýkingum í augum, einkum ef notaðar eru gamlar vörur sem margir hafa notað eða ef stúlkan veit ekki almennilega hvað hún er að gera? Halda áfram að lesa
Kynjahlutföllin á Ted.com eru eins og annarsstaðar, innan við 20% þeirra sem eitthvað leggja til umræðunnar eru konur. Í einum flokki eru konur í yfirgnæfandi meirihluta. Sá flokkur heitir beautiful og þar eru ekki framsöguerindi heldur tónlist.
Ég veit ekki hver áhorfshlutföllin eru en líklegt þykir mér að ef kæmi í ljós að konur hefðu minni áhuga á ted en karlar, þá yrði það skýrt með því að þar sem konur hafi „ógreiðara aðgengi“ að ted (les. þar sem biðlistar af körlum sem vilja komast að eru ekki lengdir í hið óendanlega á meðan verið er að reyna að dekstra konur til að láta ljós sitt skína) og þar sem ted.com sé karlmiðaður fjölmiðill, sé hann ekki aðlaðandi fyrir konur.