Í dag ræða netverjar nýútkomnar föndurbækur fyrir börn. Bláa bókin er með myndum af drengjum sem stefna á að verða geimfarar og bleika bókin sýnir stúlkur að ryksuga. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: kynjaímyndir
Af hverju eru konur ekki hagyrðingar?
Fyrir daga internetsins lá ég stundum andvaka af áhyggjum af því að brageyra þjóðarinnar væri að fara til fjandans. Þeir einu sem mér vitanlega ortu undir hefðbundnum bragarháttum voru svokallaðir hagyrðingar. Þetta voru mishnyttnir karlar, flestir komnir yfir fertugt, sennilega bændur eða a.m.k. hestamenn, sem köstuðu milli sín kersknivísum á þorrablótum og létu einstaka ferskeytlu fylgja kjörseðlinum í kosningum. Halda áfram að lesa
Efnistök Kynungabókar – söguskoðun og fjölskyldan
Tilefni þessarar pistlaraðar eru ítrekuð ummæli um að ég sé að gera feministum upp skoðanir. Ætlun mín er að gera í eitt skipti fyrir öll grein fyrir því á hverju ég byggi hugmyndir mínar um markmið hreyfingarinnar. Í fyrri pistlum hef ég bent á dæmi um það hvernig kvenhyggjufólk er að koma á nýju kennivaldi, m.a. með því að koma áróðri sínum inn í barna- og unglingaskóla. Halda áfram að lesa
Jafnréttisfræðsla er byggð á pólitískri hugmyndafræði
Á sama tíma og efahyggjufólk berst fyrir því að koma trúboði þjóðkirkjunnar út úr barna-skólum, berjast feministar fyrir því að koma sínu trúboði inn í skólana undir merkjum jafnréttisfræðslu. Og hverjir eru þessir feministar? Því er svarað á vefsíðu Femínstafélags Íslands: Halda áfram að lesa
Kynjaðir kúlupennar
Ilmvatn handa henni.
Skór handa henni.
Sérstök dömurakvél handa henni.
Af hverju ekki alveg eins bleik verkfærataska handa henni, hello kittý riffill handa henni, vetrardekk handa henni og kúlupennar handa henni?
Neyðum stelpur til að vera eins og strákar
Setjum sem svo að í ljós komi að mjög lágt hlutfall fólks yfir fertugu hafi áhuga á rapptónlist. Væri það vandamál? Þyrfti að grípa til sérstakra ráðstafana til að þröngva fólki yfir fertugu til að hlusta á rapp? Halda áfram að lesa
Er Eva fórnarlamb feðraveldisins?
Þetta er hann Dr. Gunni. Honum finnst gaman að pæla í tónlist og flytja tónlist. Dr. Gunni hefur svo brjálæðislega gaman af tónlist að hann kýs að vinna við að stjórna spurningaþætti um popptónlist.Hugsanlega finnst Dr. Gunna líka gaman að prjóna og spila scrabble en hann hefur allavega haldið tónlistaráhuga sínum meira á lofti.