Er ekki árið 2007?

heiliEins og strákurinn í unglingamiðuðu auglýsingum sparisjóðanna er skemmtilega skeleggur, þá slær það mig dálítið illa að sjá hvað staðalmyndir kynjanna virðast ennþá sterkar. Strákurinn hefur orðið, stelpan kinkar kolli til samþykkis en sýnir engin merki um frumkvæði eða sjálfstæðan karakter. Hún er meira svona til skrauts.

Merkilegt annars frjálslyndið okkar Íslendinga. Víða erlendis eru svona auglýsingar sem höfða beint til barna og unglinga bannaðar.

Pabbar geta andskotinn hafi það grenjað ef þá langar til

grenj

Hvaðan kemur sú hugmynd að karlmenn hafi í gegnum tíðina verið tilfinningabældari en konur, og af hverju nýtur þessi ranghugmynd svona mikilla vinsælda?

Karlar máttu ekki sýna merki um ótta, mikið rétt. En konur máttu heldur ekki sýna merki um frelsisþrá, hvað þá losta. Karlar áttu að bera harm sinn í hljóði og konur áttu að kyngja reiðinni.

Það eimir eftir af þessum viðhorfum ennþá. Það þykir ekki kvenlegt að slást og ég hugsa að flestir karlar reyni fremur að harka af sér en að skæla á almannafæri. Ég get samt ekki séð að karlar búi við neitt meiri bælingu en konur. Eða hver hefur eiginlega bannað þeim að grenja?

Halda áfram að lesa

Heiðurinn og gleðin

chauvinist-ad-mens-tie1

Ég hef engan áhuga á íþróttum en mig svíður í réttlætiskenndina þegar fólki er mismunað vegna kynferðis síns. Sjaldan hefur reynt jafn mikið á blöskurspan mitt og þegar ég heyrði stjórnarmann KSÍ lýsa því yfir í Kastljósinu að stelpurnar ættu nú bara að gera sig ánægðar með heiðurinn af því að fá að spila fyrir landsliðið. Af hverju í ósköpunum eru strákarnir þá ekki á sömu kjörum og fá greitt í heiðri og leikgleði?

Ég sá ekki þessa færslu fyrr en í dag. Finnst hún þess virði að lesa hana.