Má bjóða þér vinnu sem gengur út á að þrasa og þrefa? Þar sem þú getur ekki lokið einu einasta verkefni sem skiptir máli, án þess að fjöldi manns reyni að skjóta það niður og draga úr þér kjarkinn? Þar sem hluti af starfinu felst í því að gera lítið úr vinnufélögunum, fá fólk til að sýna þeim vantraust og eigna sér góðar hugmyndir annarra?
Viltu vinna á vinnustað sem býður þér upp á að bjóða börnunum þínum góða nótt í gegnum síma, kvöld eftir kvöld? Þar sem þú getur reiknað með tímabilum þar sem fundasetur taka svo langan tíma að þú þarft að taka höfuðverkjatöflur daglega? Halda áfram að lesa